loading/hleð
(4) Blaðsíða 4 (4) Blaðsíða 4
4 15. Bókhlöður félagsins séu tvær að eins, fyrst um sinn, sín hverju megin Lángár, og sé bókunum skipt milli þeirra eptir vísindagreinum af forseta og 2 félagsmönnum, er hann til þess kýs. 16. Bókaverðir félagsins eru 2 af félagsmönnum, og annast þeir bóklilöðurnar, hver á sínum stað. Bókaverðir annast um útlán bóka, og skulu semja sérstaka skrá þar yfir á ári hverju, hverjir hafl bækurnar og hvenær að láni fengið, og leggi skrá þá fram á árs- fundi. Missi bókavarðar við, ráðstafar forseti störfum hans til næsta félagsfundar. 17. Enginn má hafa bækur að láni nema félagsmaður, og eigi fleiri en 3 bækur í senn af sömu bókhlöðu, nema það sé eitt verk í fleiri bindum, og má ekki halda þeim lengur en 12 vikur í einu, nema sérlegar orsakir hamli, sem bókavörður álítur gildar; líka verð- ur sá, sem bækurnar fær, að nálgast þær og skila þeim sjálfur, eða fá til þess skilgóðan og fuliveðja mann í sinn stað, iEtíð skal bókum skila aptur tiiþeirrar bókhlöðu, hvaðan þær voru teknar. 18. Fái bók nokkur stórskemmd í láni, má bókavörður neita henni móttöku, og skal þar um rita forseta álit sitt, en sá, er bók spilltist hjá, skal færa hana forseta, er þá nefnir til 2 félagsmenn að meta spjöllin, og borgar sá, er léð var, slíkt er þeir ákveða, eða út- vegar aðra jafngóða bók í staðinn. 19. Hver sá maður, sem viðtaka er veitt í félagið, fær frá forseta viðtökubréf, og fylgir því eitt prentrit af registri yfir bókasafnið og af félagslögunum. Jafnframt skal forseti til- kynna féhirði og bókavörðunum nafn, stétt og heimili þess manns, og féhirði að auki upp- hæð tillags hans. 20, Heimilt ér hverjum að segja sig úr félaginu þegar hann vill, þó skal hann gjöra það á ársfundi, eða og bréfiega fyrir forseta, ekki seinna en fyrir nóvember-mánaðarlok; skýrir forseti þá aptur féhirði og bókavörðum frá því, 21, Hver sem flytur út fyrir ummerki þau, sem nefnd eru i \ 2, er laus við félagið. 22, Með lögum þessum eru af numin hin fyrri prentuðu lög félagsins. Lög þessi eru gjörð og samþykkt á ársfundi hins J. Möllerska bókasafus og lestrar- félags að Stafliolti 10. september-mánaðar 1860. Þ. Eyjúlfsson. M. Gíslason. E. S. Einarsen. Th. E. Hjálmarsen. J. Sigurðsson. H. Bjarnason. Valdi Steindórsson.


Lög hins J. Möllerska bókasafns og lestrarfjelags í Mýrarsýslu-prófastsdæmi.

Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
4


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Lög hins J. Möllerska bókasafns og lestrarfjelags í Mýrarsýslu-prófastsdæmi.
http://baekur.is/bok/b60b2ea3-1764-41f6-ba48-0343c1ee8ab5

Tengja á þessa síðu: (4) Blaðsíða 4
http://baekur.is/bok/b60b2ea3-1764-41f6-ba48-0343c1ee8ab5/0/4

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.