loading/hleð
(14) Blaðsíða 8 (14) Blaðsíða 8
Elí Ingvarsson: Til stofnendanna. Hinn 27. maí 1919 stofnuðu 12 ungir Is- l'irðingar Knattspyrnufélagið Hörð. Stofnfundurinn var haldinn í Sundstræti 41. Stofnendur voru þessir: Þórhallur Leósson, Guðbrandur Kristinsson, Karl Kristinsson, Þorsteinn Kristinsson, Helgi Guðmundsson, Ólafur Ásgeirsson, Garðar Ol- afsson, Hjörtur Ölafsson, Dagbjartur Sigurðs- son, Kristján Albertsson, Jón Albertsson og Axel Gíslason. Þessum mönnum ber vissulega að þakka brautryðjendastarf sitt. Þeir brutu ísinn og stofnuðu þau félagssamtök, sem síðar hafa unnið merkilegt og gagnlegt starf fyrir ís- firzka æsku. Nú sjáum við í fylkingum Harð- ar unga og tápmikla unglinga, að-hollum og þroskandi íþróttaleikjum. Æsku, sem hefir tileinkað sér þann sanna og rétta félagsanda, sem brautryðjendurnir mótuðu félagið í frá byrjun. Hörður á mikla framtíð fyrir hönd- um, ef forustumönnum félagsins tekst á ókomnum árum að halda þeirri stefnu i mál- um félagsins, sem stofnendurnir mörkuðu og haldin hefir verið til þessa. Við, sem síðar komum í Hörð, kunnum vel að meta starf þeirra. Nokkrir þessara manna eru nú látnir. Nokkrir eru fluttir burtu úr bænum, en hinir eru ennþá starfandi í sínu gamla félagi. Ég vil svo ljúka þessum fáu línum með því að árna Herði allra heilla í framtíðinni og óska, að hann megi verða ungu fólki á Isa- firði að jafnmiklu liði í framtíðinni og hann liefir verið til jicssa. Elí Ingvarsson. ar öðru hverj u með drengilegum og kappsfull- um leikjum á reykvískri og ísfirzkri grundu. Að lokum vil ég, Fram og sjálfs mín vegna, þakka Knattspyrnufélaginu Herði fyrir 25 ára vel unnið starf í þágu knattspymunnar og óska ykkur allra heilla í framtíðinni. Þráinn Sigurðsson, . form. Fram. Magnús Konráðsson: Afmæliskveðja. Tuttugu og fimm ár eru ekki hár aldur miðað við mannsæfi, en ef taldar yrðu allar þær stundir, sem Harðverjar hafa lagt til fé- lagsins og íþróttastarfseminnar hér í bæ, sjá- um við, að æfistarf margra manna þyrfti til að ljúka slíku verki. Og þeim mun glæsilegra er þetta, sem við vitum, að þetta eru eingöngu frístundastörf, sem alltaf eru unnin eftir erfitt dagsverk. Varla geta unglingarnir varið frístundum sín- um betur, en til íþróttaiðkana, en gæta verður þess, að iðka þær í hófi, en sé það gert, fá unglingar hvergi betri undirbúning til þess að verða að nýtum og góðum borgurum. Knattspyrnufélagið Hörður á sinn mikla þátt í að örfa æsku bæjarins til íþróttaiðk- ana. Hann á einnig sinn þátt í að auka skiln- ing og þekkingu almennings á íþróttum, svo að nú eru flestir bæjarbúar sér þess með- vitandi, að íþróttir eru menningarstarf, sem varða velferð og viðgang komandi kynslóða. Við bæjarbúar stöndum því í þakkarskuld við Harðverja, og þá skuld getum við aðeins endurgoldið með því að beita okkur fyrir, að hér verði í framtíðinni betri skilyrði til íþróttaiðkana en nú eru hér. Einar Benediktsson, skáld, kveður: „Reistu í verki viljans merki — vilji er allt, sem þarf“. öll þau margvíslegu störf, sem Harðverjar hafa unnið í þágu íþróttalífsins eru fagurt „viljans merki“. Enn eiga Harðverjar mörg takmörk fram- undan, sem jafnvel eru glæsilegri, en þau, sem þeir hafa náð. En eins og þeir hafa sýnt svo oft áður, er viljinn fyrir liendi, og: „vilji er allt, sem þarf“. Við þökkum ykkur, Harðverjar, samstarf á liðnum árum og vonum að geta stutt ykkur til að ná betri og fullkomnari íþróttaaðstöðu. Til hamingju með aldarfjórðungsafmælið, og ágætt starf á liðnum árum. Iíeill og hamingja fylgi ykkur í framtíð- inni Með íþróttakveðju. F. h. Knattspyrnufélagsins Vestri, Magnús Konráðsson. 8
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Kápa
(6) Kápa
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Blaðsíða 21
(28) Blaðsíða 22
(29) Blaðsíða 23
(30) Blaðsíða 24
(31) Blaðsíða 25
(32) Blaðsíða 26
(33) Blaðsíða 27
(34) Blaðsíða 28
(35) Blaðsíða 29
(36) Blaðsíða 30
(37) Blaðsíða 31
(38) Blaðsíða 32
(39) Blaðsíða 33
(40) Blaðsíða 34
(41) Blaðsíða 35
(42) Blaðsíða 36
(43) Blaðsíða 37
(44) Blaðsíða 38
(45) Blaðsíða 39
(46) Blaðsíða 40
(47) Kápa
(48) Kápa
(49) Saurblað
(50) Saurblað
(51) Band
(52) Band
(53) Kjölur
(54) Framsnið
(55) Kvarði
(56) Litaspjald


Knattspyrnufélagið Hörður 25 ára

Ár
1944
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
52


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Knattspyrnufélagið Hörður 25 ára
http://baekur.is/bok/b727edcf-d4b8-477b-a98f-26ed1a3f27ba

Tengja á þessa síðu: (14) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/b727edcf-d4b8-477b-a98f-26ed1a3f27ba/0/14

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.