loading/hleð
(16) Blaðsíða 10 (16) Blaðsíða 10
Kristjánsson verðlaunagrip, sem keppt var um það ár, og Hörðnr vann. Næsta ár er keppt um sama grip, og vinnur Hörður hann enn. Næsta ár, 1923 — er enginn kappleikur vegna þess, að Fótboltafél. Isafjarðar var hætt störfum. Harðverjar misstu því af gripnum, sem þeir annars hefðu unnið til eignar samkv. reglugerðinni um gripinn eins og hún var þá. Árið 1921 komu Víkingar frá Reykjavílc, og kepptu við bæði félögin og úrval úr báð- um sameiginlega. Fóru Víkingar auðvitað með glæsilegum sigri héðan. Árið eftir — 1922 — keppa bæði félögin við Fram frá Reykjavík, og tapa öllum leikjum. Eftir að Fótboltafél. Isafjarðar hætti störf- um, keppti Hörður alloft við sjóliða af „Be- skytteren“ og „Fylla“, einnig við landmælinga- menn, sem þá voru hér eins og mý á mykju- skán, og fór Hörður alltaf með sigri frá þeim leikjum. Þegar ekki náðist til aðkomumanna til að keppa við, kepptu félagsmenn innbyrð- is á héraðsmótum, sem haldin voru þau ár, svo og á 17. j úní-hátíðahöldum árlega. Ekki er þess getio í ræðu Helga, hvað það var, sem olli því, að stofnendur félagsins hættu að starfa með Fótboítafélagi Isa- fjarðar, en það eitt fram tekið, að þeir hafi aldrei verið löglegir félagsmenn þar, eins og það kunni að hafa verið tilefnið. Svo mun þó ekki vera. Það var ekki farið strangt út í þá sálma á byrjunarárum knattspyrnunnar á Isafirði, frekar en annarstaðar, svo að þetta eitt gat alls ekki knúið fram stofnun hins ný'ja félags. Enda mun mega fullyrða, að hér hafi verið að verki hin sömu öfl og þau, er valdið hafa, og enn valda, flestum umbótum og nýjungum í heiminum. Það er óánægja með, og gagnrýni á, rikjandi ástandi. Og að sú óánægja hafi verið all mögnuð, má marka af því, hversu margir ágætir knattspyrnu- men gerast stofnendur hins nýja félags. Því það má fullyrða, án þess að rýra nokkuð hlut annara, að margir þessara manna voru taldir með beztu knattspyrnumönnum Isa- fjarðar á sínum tíma. Það má telja víst, að Fótboltafélag Isa- fjarðar hafi aldrei beðið bætur þessarar miklu blóðtöku. Að sönnu keppir það nokkr- um sinnum við Hörð hin næstu árin, en árið 1923 gefur það upp andann fyrir fullt og allt. Og j>að er ekki fyr en 1920, að nýr keppi- nautur kemur fram á völlinn, Knattspyrnu- félagið Vestri. Árin líða. Og nú liða árin, hvert af öðru og hvert öðru lík, í sögu félagsins. Svo að segja árlega er háð keppni við aðalkeppinautinn, Vestra, en þess á milli við erlenda sjóliða og knatt- spyrnufélög, sem koma í heimsóknir til bæj- arins. Skift í aldursflokka. Allt til ársins 1931 var aðeins um einn ald- ursflokk að ræða, eins og yfirleitt hjá öllum knattspyrnufélögum úti á landi. En það ár er stofnaður annar aldursflokkur með 15 til 20 drengjum, „og æfðu j)eir um vorið og sumar- ið“. Og síðast í ágúst fékk flokkur j>essi eld- vígslu sína í kappleik við 2. aldursflokk Vestra, og vann þar hinn glæsilegasta sigur (7:1). Raunar er ekki grunlaust um, að árið 1922 hafi 2. aldursflokkur verið starfandi, og unnið j)á sigur á samsvarandi flokki Fót- boltafélags Isafjarðar, en um afdrif jiess flokks „hermir ekki saga“. „Hinn sigursæli“. Sama ár og hinn síoari 2. aldursflokkur var stofnaður „komu 26 smádrengir til Ágústs Lcós og báðu hann að sjá um, að stofnaður yrði 3. aldursflokkur í félaginu, og var það gert. Halldór Sigurgeirsson tók að sér yfir- umsjón með flokknum og æfði hann og hefir gert það síðan og tekizt prýðilega“, segir í annálum félagsins, og er sízt ofmælt, því að flokkur j)essi átti eí'tir að verða hinum ágæta og ötula þjálfara sínum til hins mesta sóma. Og ekki bara j)j álfara sínum, heldur einnig félaginu, bænum og raunar öllum Vestfjörð- um. Munu engin dæmi á Islandi um jafn sig- ursælan flokk, j)vi að frá stofnun, og j)angað til hann var orðinn að 2. aldursflokki, — ái'ið 1938, — vann hann 11 af 13 kappleikjum, sem hann tók j>átt í, með 44 mörkum gegn 11. Og ekki eingöngu heima á Isafirði, heldur einnig í Reykjavík, sjálfu hjarta hinnar íslenzku knattspyrnu, en þar keppti flokkurinn árið 1936 — og vann j)á hæði K. R. og Val. Og eftir að hann var orðinn 2. aldursflokkur fylgdi honum enn hin mesta sigursæld. Þann- ig vann hann árið 1938 5 kappleiki af 9 með 14 mörkum gegn 11, bæði heima og á Akur- eyri, við ekki slakari keppinauta en „Fram“ í Reykjavík, „Þór“ og „K. A.“ á Akureyri, og úrval úr j>eim félögum. 10
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Kápa
(6) Kápa
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Blaðsíða 21
(28) Blaðsíða 22
(29) Blaðsíða 23
(30) Blaðsíða 24
(31) Blaðsíða 25
(32) Blaðsíða 26
(33) Blaðsíða 27
(34) Blaðsíða 28
(35) Blaðsíða 29
(36) Blaðsíða 30
(37) Blaðsíða 31
(38) Blaðsíða 32
(39) Blaðsíða 33
(40) Blaðsíða 34
(41) Blaðsíða 35
(42) Blaðsíða 36
(43) Blaðsíða 37
(44) Blaðsíða 38
(45) Blaðsíða 39
(46) Blaðsíða 40
(47) Kápa
(48) Kápa
(49) Saurblað
(50) Saurblað
(51) Band
(52) Band
(53) Kjölur
(54) Framsnið
(55) Kvarði
(56) Litaspjald


Knattspyrnufélagið Hörður 25 ára

Ár
1944
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
52


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Knattspyrnufélagið Hörður 25 ára
http://baekur.is/bok/b727edcf-d4b8-477b-a98f-26ed1a3f27ba

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/b727edcf-d4b8-477b-a98f-26ed1a3f27ba/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.