loading/hleð
(18) Blaðsíða 12 (18) Blaðsíða 12
innan félagsins, en var siðan breytt í vara- sjóð, þegar Sjúkrasamlag Isafjarðar var stofnað. Er sjóðurinn nú að upphæð krónur 3 800,00. Völlurinn endurbættur. Sumarið 1935 var talsvert unnið að endur- bótum á knattspyrnuvellinum á Isafirði, og lágu Harðverjar þá sízt á liði sínu. Unnu margir þeirra kvöld eftir kvöld i sjálfboða- vinnu að viðgerð þessari, enda batnaði völl- urinn mjög við lagfæringu þá, er hann fékk þetta sumar. En auk knattspyrnufélaganna lagði bæjarsjóður allmikla vinnu fram og fé. Knattspyrna innanhúss. Skemmtifundir. Veturinn eftir, 1935—6, var hið mesta líf í allri félagsstarfseminni, eins og' raunar oft, bæði fyrr og síðar. Þá var tekin upp sii ný- lunda, að æfa knattspyrnu innanhúss, þótt seinna yrði að hætta þessu vegna húsnæðis- eklu. Voru þeir Ágúst Leós og Halldór Sig- urgeirsson leiðbeinendur eins og jafnan síð- an. Þá var farið að halda skemmtifundi i félaginu, og urðu þeir þegar mjög vinsælir, og loks var þennan vetur haldin hlutavelta til ágóða fyrir Hörð — í fyrsta sinn i sögu félagsins. Frjálsar íþróttir. Næsta sumar gekkst svo félagið fyrir nám- skeiði i frjálsum íþróttum, en þær höfðu þá legið niðri vestanlands um langt árabil. Þjálfari var Tryggvi Þorsteinsson, íþrótta- kennari, og var þátttaka allmikil frá báðum knattspyrnufélögunum, sérstaklega meðal hinna yngri félaga. Má segja, að námskeið þetta hafi valdið talsverðum straumhvörfum í íþróttalífinu á ísafirði. — Námskeiði þessu lauk rneð snarpri keppni. Skemmtiferð. Þetta sama sumar brugðu 23 Harðverjar sér til Önundarfj arðar og aðstoðLiðu við úti- skemmtun, sem Ungmennafélagið Bifröst gekkst fyrir í Bjarnardal. Var þetta aðallega skemmtiför, en þarna sýndu svo Harðverjar listir sínar í Litiíþróttum, og var gerður hinn bezti rómui’ að, en Harðverjar skemmtu sér ágætlega. Akureyrarför. Næsta sumar, 1938, var svo enn haldið námskeið í frjálsum íþróttum, og var sami kennari og árið áður. Þetta sumar fór hinn sigursæli 3. flokkur — sem nii var orðinn 2. flokkur — til Akureyrar í boði iþróttafélags- ins „Þór“. Voru þar háðir 4 kappleikir. Gerði Hörður þar níu mörk gegn 7. Og samsumars fóru Harðverjar skemmtiferð lil Þingeyrar og sýndu þar frjálsar íþróttir og knattspyrnu. Loks var í september þ. á. mót i frjálsum íþróttum á Isafirði, fyrir forgöngu Harðar. Fram sigraður. En mesti íþróttaviðburður þessa árs var, þá er 2. fl. úr knattspyrnufél. Fram í Reykja- vík, kom hingað um sumarið i boði- Harðar. Var lið þetta talið eitt sterkasta lið í 2. ald- ursflokki í Reykjavík. Voru háðir 2 kapp- leikir milli félaganna, og urðu Tirslit þau, að Hörður sigraði með 5:4 mörkum. Var hér vitanlega enn að verki „sá sigursæli“. Isfirð- ingar fylgdu leikjum þessum með óvenjLi- legum áhuga. Skíðaíþróttin. Á ÞessLi og undanförnum árum hafði oft verið rætt í félaginu Lim byggingu skíða- skála, en af ýmsLim ástæðLim ekki orðið úr framkvæmdum, en Harðverjar iðka nú all- mikið skíðaíþrótt að vetrarlagi. Heimsókn Þórs. Sumarið næsta var Þór á Akureyri boðið heim. Keppti hann bæði við Hörð og Vestra. Þór sigraði Vestra, en lét sigrast af gestgjaf- anum, Herði. Með í förinni voru allmargar stúlkLir,, og kepptu þær í bandknattleik við flokk úr Herði og sigruðu. Enn sem fyrr var haldið námskeið í frjálsum íþróttum, og var kennari hinn sami og áður. 20 ára Ferðasjóður. Þá var 20 ára afmælis félagsins minnst, og stofnendur félagsins þar kjörnir heiðursfé- lagar, en þeir þökkuðu fyrir með því að hleypa af stokkunum Ferðasjóði félagsins, með 260 króna framlagi. Farið á íslandsmót. Enn er þó ótalinn lang merkasti atburður 12
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Kápa
(6) Kápa
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Blaðsíða 21
(28) Blaðsíða 22
(29) Blaðsíða 23
(30) Blaðsíða 24
(31) Blaðsíða 25
(32) Blaðsíða 26
(33) Blaðsíða 27
(34) Blaðsíða 28
(35) Blaðsíða 29
(36) Blaðsíða 30
(37) Blaðsíða 31
(38) Blaðsíða 32
(39) Blaðsíða 33
(40) Blaðsíða 34
(41) Blaðsíða 35
(42) Blaðsíða 36
(43) Blaðsíða 37
(44) Blaðsíða 38
(45) Blaðsíða 39
(46) Blaðsíða 40
(47) Kápa
(48) Kápa
(49) Saurblað
(50) Saurblað
(51) Band
(52) Band
(53) Kjölur
(54) Framsnið
(55) Kvarði
(56) Litaspjald


Knattspyrnufélagið Hörður 25 ára

Ár
1944
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
52


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Knattspyrnufélagið Hörður 25 ára
http://baekur.is/bok/b727edcf-d4b8-477b-a98f-26ed1a3f27ba

Tengja á þessa síðu: (18) Blaðsíða 12
http://baekur.is/bok/b727edcf-d4b8-477b-a98f-26ed1a3f27ba/0/18

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.