loading/hleð
(12) Blaðsíða 6 (12) Blaðsíða 6
— 6 vekjandi, að hann hlýtr að ala á fjöri þess því nægilegar því lengr sem konur gera sér far um að skilja hann ljóst og skýra hann glögglega. Það er nú kunnugra enn frá þurfi segja, að á Is- landi er enginn hörgull á gáfuðum, skynsömum, starffúsum og áhugaríkum konum til að halda fram því verki, er Þorhjörg lagði kvenþjóð Islands í hendr með stofnun félagsins. Þótt eigi sé sögulega lengra seilst til enn til allra síðustu ára, þá eru dæmin deginum ljósari, hvað enda umkomulaus ungr ís- lenzkr kvendugr í skínandi fátækt getr átt undir sér. Dæmin eru næsta örfandi, og eiga það vel skilið, að Kvenfélag íslands haldi þeim uppi til fyrir- myndar fyrir kominni og komandi kynslóð. Konum íslands er vel treystandi til að gera félag sitt að þjóðarsóma. Mætti margt þar um segja, enn vér látum oss nægja að drepa á eitt atriði að eins. Þeirrar reynslu virðist kenna á Islandi, eigi síðr en annars staðar, þar sem námsmeyjar leita sér skóla-mentunar, að þær vinna að námsstarfi sínu alment með miklu meira kappi, elju og áhuga heldr en piltarnir; hjá þeim ber miklu meira á tómlæti, gjá- lífi og áhugaleysi á verkefni sínu. Hvað þessu valdi, að minsta kosti að nokkru leyti, er varla torráðin gáta. Stúlkan er að vinna til þess sigrs, sem yfirburðum ber að réttu; piltrinn til þeirrar lífsbjargar, sem bíðr hans, ef hann »kemst í gegn« og hann fær, fyrr eða síðar, ef hann lifir nógu lengi, hvað sem um eiginlegan dug eða hæfileika til stöðu hans er að segja. Vaxandi mentun þarf æ fieiri handa að vinna verk sitt. Um mörg slík verk slær þegar nú í samkeppni milli karla og kvenna. Slík samkeppni


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Höfundur
Ár
1908
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
42


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 6
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.