loading/hleð
(20) Blaðsíða 14 (20) Blaðsíða 14
— 14 Alt lífs starf Þorbjargar var helgað því sem hún áleit gott og göfugt. Hið merkasta verk hennar í þessa átt mun mega telja stofnun »Hins íslenzka kvenfélags«. Tilgangi félagsins lýsir hún glögglega í 2. grein þeirra laga er hún sjálf setti því, og samin eru, að voru viti, einkar skynsamlega, þó hér og hvar megi víkja einstöku orðum við til að gera ákvarðanir ljósari og einfaldari. Frá öllum þræði ákvarðananna virðist gengið svo hagvirknislega, að hver kona með meðal-greind, sem gengr í félagið, getr auðveldlega gert sér ljósa hugmynd um afstöðu sjálfrar sín við félags-fyrirkomulagið í heild sinni; enn á því ríðr mikið. Tilgangi félagsins lýsir höfundr laganna þannig: að hann sé, »sérstaklega, að réttindi kvenna á Is- landi verði aukin«, og sé enn fremr, »að efla menn- íngu þeirra með samtökum og félagskap. Enn auk þess vill félagið styrkja alt það, er horfir til fram- fara í landinu, og leggja lið sitt til framsóknar í málum þeim, sem standa efst á dagskrá þjóðarinnar«. Hér er hyggilega að máli komizt. Konur skulu gera samtök að því, að fá rétt sinn aukinn. Hver hann sé, eða skuli vera, er ekki með orðum ákveðið; enn ekki skaðar það; er það bezt látið óákveðið fyrir fram, og sé hinum fjölbreyttu samböndum lífsins, sem réttr karla jafnt og kvenna rennr úr, heldr leyft að skera úr því, hvílíkan rétt konan, á hverju skeiði tíma og reynslu, vill fá sér hefðaðan andspænis karlinum. Þessum samtökum til þess að fá rétt sinn aukinn, skulu konur íslands láta samfara verða sam- tök að því, að efla menningu sína. Það sem hér vakii' fyrir höfundi kvenfélags-laganna er auðsælega það, að konur aflí sér menningar og mentunar til að


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Höfundur
Ár
1908
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
42


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Tengja á þessa síðu: (20) Blaðsíða 14
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/20

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.