loading/hleð
(24) Blaðsíða 24 (24) Blaðsíða 24
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna „Menn náttúrulega horfðu á þetta undur“ segir Magnús Aðalbjörnsson, kennari og aðstoðarskólastjóri á Akureyri Magnús Aðalbjörnsson, kennari og aðstoðarskólastjóri á Akureyri, vareinn af þeim fyrstu sem gengust undir ileostóma- aðgerð af völdum blæðandi ristilbólgu hér á landi, þá kornungur maður. Það var árið 1966. Magnús var langt leiddur fyrir aðgerðina en náði fullri heilsu og hefur stundað erilsamt og krefjandi starf alla sína starfsævi, auk þess að vera virkur í félagsmálum og stjórnmálum. Ég bið Magnús að segja mér fyrst frá aðdraganda þess að hann gekkst undir stómaaðgerð Sjúkdómur minn greindist raunverulega þegar ég var í 2. bekk í gagnfræða- skóla, 14 ára gamall. Það hafði að vísu átt svolítinn aðdraganda og má jafnvel segja að þetta hafi byrjað þegar ég var í 1. bekk. En þegar ég átti að setjast í 3. bekk, það hefur verið haustið 1956, var ég orðinn það slæmur að ég leggst inn á spítala og var meira og minna á spítölum og ekkert í skóla í tvö ár. Seinna árið var ég fjóra mánuði suður á Landspítala og þá voru í fyrsta skipti, mér vitanlega, reyndar hér á landi Cortison sterainnhellingar, þannig að ég var tilraunadýr á þeim vettvangi. Þetta gekk alveg þokkalega og eftir þessa fjóra mánuði á Landspítalanum var ég orðinn nokkuð góður. Ég fór þá aftur í skóla og kláraði landspróf og síðan stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri. Þessi ár þurfi ég meira og minna að nota fríin, bæði á sumrin og eins jólafrí og páskafrí, í uppbyggingu á spítala. Ég var ágætur á milli en svo helltist þetta yfir mann eins og þeir þekkja sem hafa haft þennan sjúkdóm. Meðferðin var fólgin í alls konar lyfjagjöfum, ég þurfti jafnvel að taka inn koladuft og loks var strangt mataræði. Það sem ekki mátti borða var: Reykt, steikt, bakað, bráðið, kryddað, súrt, sigið, feitt; svona var þulan. Kolin voru ógeðslegt meðal. Þetta var svart duft sem maður var látinn éta og átti að þurrka upp ristilinn. Ég kom þessu sjaldnast niður. Svo var náttúrulega pundað í mann vítamínum og loks var það hvíldin. Hún kom nú nánast af sjálfu sér því þetta var oft svo blæðandi að maður komst hvergi. Maður hlýddi bara og gleypti það sem manni var sagt að gleypa - nema kolin - ég harðneitaði þeim. Mér var raunverulega ekkert sagt um sjúkdóminn. Að þetta væri bara sjúkdómur sem enginn vissi af hverju stafaði; hann væri illviðráðanlegur og mjög fáir sem læknuðust. Það voru aldrei neinar útskýringar á einn eða neinn veg varðandi sjúkdóminn eða meðferðina. Maður hlýddi bara og gleypti það sem manni var sagt að gleypa - nema kolin - ég harðneitaði þeim. Kom þeim sjaldnast niður. Það sem mér féll þó einna verst meðan ég var á lyflæknisdeild FSA var að ég var þar innan um mikið veikt og jafnvel deyjandi fólk. Ég var um tíma á sex manna stofu en seinna var ég settur á einbýli. Nú, síðan líða árin og ég fer að kenna en árið 1965 er ég orðinn frekar slæmur. Þá fer ég og hitti þá Hauk Jónasson - sem ég tel nú að hafi eiginlega bjargað lífi mínu - og leggst inn á Sólheima við Tjarnargötu. Hann var þar með einkasjúkrahús. Þarna var ég næstum heilt sumar og var þá orðinn nokkuð góður. Haukur var reyndar að hugsa um að senda mig til Bandaríkjanna í uppskurð en ákvað að gera tilraunir, aðallega með Cortison innhellingar. Ég var orðinn nokkuð góður um haustið og lifði af allan næsta vetur en sumarið 1966 var ég orðinn það slæmur að það var ekki nema um eitt að ræða og það var að fjarlægja ristilinn. Þetta var orðið svo aðkallandi að Snorri Hallgrímsson kom heim úr sumarfríi til að gera aðgerðina; gerði það fyrir orð Hauks Jónassonar. Þeir voru mínir lífgjafar því þetta var orðið mjög krítískt ástand. Ég var, eftir því sem ég veit best, þriðji sjúklingurinn sem gekkst undir svona aðgerð hér á landi. Áður en ég fór í aðgerðina fékk ég í fyrsta skipti einhverja sálfræðimeðferð. Það kom til mín kona sem hafði, á vegum Hauks, gengist undir sams konar aðgerð úti í Bandaríkjunum árið áður. Hún leiddi mig í allan sannleika um hvaða hjálpartæki væru til og hvað væri hægt að gera og hún hjálpaði mér mjög mikið. Hvernig var þjónustan við stómaþega árið 1966? Hún var engin. Ég var eini stómaþeginn á Norðurlandi og ég þurfti að panta mínar vörur sjálfur frá Bandaríkjunum. 24
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
http://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (24) Blaðsíða 24
http://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/24

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.