loading/hleð
(13) Blaðsíða 13 (13) Blaðsíða 13
um merku kaupmannaritsmíðum og burgeisasamþykkt- um; og einnig rná vera, að hinir flasfengnu og auðtryggu valdsmenn vorir hafi fengið smávœgilegan eftirþanka, þegar þeir fóru að stafa sig fram úr klásúlum Rómar- samningsins. Svo mikið er vist, að eftir nokkra hríð datt áróður liinnar nýju rithöfundastéttar að mestu niður, en valdsmennirnir tóku að lialda því á lofti — þvert ofan i málflutning vitnanna — að vér gætum einmitt ekki gerzt fullgildir aðilar að Bandalaginu. Yér ættum líklega að láta oss nægja aukaaðild að náðarfaðminum við Rín. Síðan hafa línurnar skýrzt betur. Þrír stjórnmálaflokk- ar eru andstæðir inngöngu vorri í Bandalagið, livort sem hún heitir full aðild eða aukaaðild. Formaður stærsta flokksins af þessum þremur sagði nýlega á landsþingi ungra flokksmanna sinna, samkvæmt endursögn í'lokks- iilaðsins: „Mætti raunverulega segja, að aðild Islend- inga að því bandalagi (l>. e. Efnahagsbandalaginu) væri sama sem endalok Islands sem sjálfstæðs ríkis, og einn- ig glötun íslenzks þjóðernis, tungu og menningar. Mætti líka segja, að sjáll' stjórnarskipun bandalagsins samrýmd- ist varla lýðríeðishugmyndum fslendinga“. Og í blaðinu var sérstaklega tekið fram, að landsþing þessara ungu manna hafnaði „allri aðild“ að Bandalaginu. Hinir tveir flokkarnir, sem í fyrra festu svo skyndi- lega og ástríðufulla ásl á Bandalaginu, liafa slakað nokk- uð á beinum ástarjátningum; en þeir liafa ekki skipt um þá skoðun, að vér eigum að vígjast hinni slórevrópsku brúði í einhverju formi. Ritstjórar þeirra ræða um Banda- lagið annað veifið í blöðum sínum; og þótt leitað væri logandi ljósi í öllum þeim ritsmíðum frá upphafi vega lil þessa dags, þá skyldi aldrei og hvergi finnast þar minnsta ábending um það, að íslendingum kynni af ein- hverri ástæðu að vera óhyggilegt að tengjast Bandalaginu eða ganga lireinlega inn í það; maður gagnrýnir vist ekki væntanlega brúði sína. Það örlar hvergi á fræðslu um stjórnarskrá Bandalagsins; aldrei er vikið að þeim ákvæðum, sem l'ormaður Framsóknarflokksins taldi fela í sér endalok íslenzks sjálfstæðis, ef vér gengjumst und- ir þau. Það er sem sé hvorki boðið upp á efnislega kynn- ingu né hlutlæga röksemdafærslu; það er gripið til hinnar margreyndu áróðurslistar, sem felst í moldviðri og fölsuðum hálfsannleik. Ráðberrar vorir láta nú í veðri vaka, að aukaaðild henti Aukaaðild að náðar- faðminum Enga gagn- rýni á brúðina! 13


Sjálfstæði Íslands 1962

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sjálfstæði Íslands 1962
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.