loading/hleð
(14) Blaðsíða 14 (14) Blaðsíða 14
Hefur æra þeirra aukizt? Yfirskilvit- legt fyrir- bæri oss bezt. Um það efni verður þó fátt fullyrt með sanni, fyrr en vitað væri livers konar samningum vér kynnum að ná. Eitt rílci, Grikkland, hefur þegar gerzl aukaaðili; og í þeim samningi er gert ráð fyrir, að aukaaðildin „þróist upp í fulla aðild“ — eins og það heitir svo fagur- lega. Og raunar kemur það fram í öllum skýringum við Rómarsamninginn, jafnt þeirra sem dreymir um brúðar- skautið og liinna, að aukaaðild sé í rauninni ekki annað en undanfari fullrar aðildar. Utanrikisráðlierra Noregs, ágætur postuli náðarfaðmsins, sagði lil dæmis í Stórþing- inu í fyrra: „Sá sem kýs að hefja samninga sem miða áð aukaaðild verður þó jafnframt að gera sér ljóst, að i reynd yrði hann jafnbundinn af ákvörðunum Banda- lagsins og við fulla aðild“. Og í einni skýrslu utanríkis- ráðuneytisins norska um þessi mál segir svo: „Það er spurning, hvort Grikkland liefur ekki með aulcaaðild sinni fargað í reynd öllu meira af sjálfstæði sínu en það liefði gert með fullkominni aðild“. Ráðuneylið á við það, að Grikkland á ekki fulltrúa í stjórnarstofnunum Banda- lagsins, en verður hins vegar að lúta ákvörðunum þeirra í fjölmörgum greinum. En jafnvel þótt aukaaðild reynd- ist með sanni mildara form en full aðild, þá skulum vér eigi að siður trúa þeim varlega sem nú lialda aukaað- ildinni hæst á lofti á íslandi. Það eru að inestu sömu mennirnir og hétu því árið 1949 — og sóru við það, sem þeir kváðust eiga eftir al’ æru og drengskap — að hing- að skyldi aldrei koma erlendur her. Ef æra þeirra er af sama tagi nú og þá, yrði aukaaðild íslendinga að Bandalaginu orðin full aðild tveimur árum siðar. Og þó væntanlega nokkru fyrr — því að hraðinn eyksl í ver- öldinni, eins og kunnugt er. Þær röksemdir, sem formælendur Bandalagsins hér á landi hampa, eru þessar — svo sem áður greinir: vér liljótum að laka þátl i vestrænni samvinnu, og vér þolum ekki að verða fyrir barðinu á ytritolli Bandalagsins. Það er dálitið erfitt að festa hendur á fyrri röksemdinni. Vest- ræn samvinna er sem sé yfirskilvitlegt og sennilega guð- legt fyrirbæri, sem vér hljótum að lúta. Hún er einfald- lega ein frumstaðreyndin í lifi voru, er yfir öllu og bak við alll; frá henni, fyrir hana og til hennar eru allir hlutir — hún er hinn nýi aðstoðarguð þjóðanna báðum megin Atlantshafs. Vér rökræðum Iiana ekki, fremur en eingelnað Krists, lieldur hneigjum vér henni í auðmýkt. 14


Sjálfstæði Íslands 1962

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sjálfstæði Íslands 1962
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730

Tengja á þessa síðu: (14) Blaðsíða 14
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730/0/14

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.