loading/hleð
(15) Blaðsíða 15 (15) Blaðsíða 15
í sluttu máli: vér tökum þátt í vestrænni samvinnu. Það er hægara að fást við ytritollinn, enda er hann jarðneskt fyrirbæri og meira að segja af buddukyninu. Helzti liag- fræðingur núverandi ríkisstjórnar hefur reiknað það út, að tollur sá sem vér þyrftum að greiða af útfluttum sjáv- arvörum til allra hugsanlegra aðildarríkja Bandalagsins, miðað við útflutningsmagnið 1961, næmi um 188 millj- ónum króna — en það er eins og daghlaðið Tíminn seg- ir hinn 23. október síðastliðinn „sennilega ekki hærri (upp- hæð) en sú, er íslenzkir atvinnuvegir verða nú að greiða í hærri vexti af stofnlánum og rekstrarlánum en liliðstæð- ir atvinnuvegir annars staðar í Evrópu“. Og spyr Tím- inn af þessu tilefni i viðáttumikilli fyrirsögn: „Er sjálfs- forræðið ekki nema 188 milljóna króna virði?“ Það er réttmæt spurning. Fyrir þessar 188 milljónir króna er oss ætlað að gjalda sjálfstæði vort -— og að lok- um þjóðerni vort, tungu og menningu, svo að vér liöld- um oss við þau verðmæti sem formaður Framsóknar- flokksins taldi i fyrrgreindri ræðu. Verður nú vikið að þessu efni i stuttu máli. Rómarsamningurinn kveður svo á: hömlur á frjáls- ræði þegnanna i einu aðildarriki til að stol'nsetja at- vinnufyrirtæki i öðrum aðildarrikjum skulu smám saman afnumdar; þegnar eins aðildarríkis skulu sömuleiðis hafa rétl til að kaupa og hagnýta fasteignir i öðrum aðildar- ríkjum; hömlur á starfsemi hanka og vátryggingarfé- laga i tengslum við tilflutning auðmagns skulu afnumd- ar; ryðja skal úr vegi hindrunum fyrir frjálsri hreyf- ingu auðmagns milli aðildarríkjanna, svo og fyrir til- flutningi vinnuafls. Þessi ákvæði fela það í sér, að þegar fsland væri komið í Bandalagið, mætlu útlendingar kaupa hér upp fyrirtæki eftir geðþótta og stofna önnur, kaupa upp jarðir, hagnýta fossaafl og jarðhita og aðrar lielztu auðlindir vorar, flytja erlent starfsfólk með sér — og fara síðan með ágóðann hrotl úr landinu. Þetta eru á- kvæði uin að opna fsland og auðlindir þess fyrir stór- atvinnurekendum og öðrum auðjöfrum milljónaþjóða, ákvæði um að leggja þann smáa undir þann stóra, ákvæði um að opna hús vort fyrir tröllum. En fyrir það eigum vér líka að fá sem svarar 188 milljónum króna á ári. Það er talið víst, að fiskveiðilandhelgi hvers aðildar- ríkis verði opnuð fiskiflota liinna aðildarríkjanna ekki síðar en árið 1969. Þeir fslendingar, sem kynnu að sjá 188 millj- ónir í lófa karls Skrifað stendur 15


Sjálfstæði Íslands 1962

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sjálfstæði Íslands 1962
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730

Tengja á þessa síðu: (15) Blaðsíða 15
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730/0/15

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.