loading/hleð
(16) Blaðsíða 16 (16) Blaðsíða 16
Erlander segir — Gúrkur frá Hollandi eftir tólf mílunum vorum, eru vinsamlega beðnir að hafa í liuga áðurgreindar 188 milljónir. Rómarsamningurinn segir, að aðildarríkin skuli tengja viðskiptasambönd sín við lönd utan Bandalagsins þann- ig að skilyrði myndist til sameiginlegrar stefnu í utan- ríkisviðskiptum. Þetta þýðir, að vér værum ekki frjálsir að því að gera viðskiptasamninga við núverandi viðskipta- lönd vor utan ríkja Bandalagsins eða við önnur hugsan- leg viðskiptalönd — sem hafa samanlagt margfalt fleiri íbúa en Bandalagið og hráðvaxandi markaði — án þess að hera það fyrst undir nefndir þess og ráð; og raun- ar yrði framkvæmdin sú, að stofnanir þess önnuðust gerð slíkra samninga fyrir aðildariíkin. Hér koma manni ósjálfrátt í hug ummæli sænska forsætisráðherrans, Tage Erlanders: „Rómarsamningurinn hefur að geyma ákvæði sem þýða, að aðildarlöndin afsala sér sjálfstæðinu til að móta stefnuna í efnahagsmálum, félagsmálum, skatla- málum, atvinnumálum, landhúnaðarmálum, lánamálum, tollamálum og fleiri.“ En vér látum alls ekki hugfallast: vér fáum 188 milljónir króna á ári fyrir vikið. Þess má aðeins geta, sem lítilfjörlegs aukaatriðis, að mjög margir íslenzkir iðnrekendur yrðu gjaldþrota, þeg- ar framleiðsla þeirra nyti ekki lengur tollverndar gagn- vart innflutningi frá öðrum aðildarrikjum Bandalagsins. Og fyrir nokkruin árum lýsti einn núverandi ráðherra því yfir á Alþingi, að smjör og ostar íslenzkra hænda mundu ekki geta keppt við erlenl smjör og útlenda osta á inn- lendum markaði, ef vér gengjum í Bandalagið. „Og græn- metisframleiðendur mundu varla þola samkeppni við er- lent grænmeti, að minnsta kosti ekki á sumrin,“ bælli hann við. En vér munum líka launin: 188 milljónir króna á ári um langan aldur. Mikilvægasta stofnun Bandalagsins er framkvæmda- nefndin. 1 henni liafa frá öndverðu átl sæti níu fulltrú- ar valdir fyrir almenna hæfni sína og óumdeilanlegt sjálfstæði, eins og segir i Rómarsamningnum. Breyta má tölu fulltrúa í nefndinni, ef önnur stofnun Bandalagsins, ráðherranefndin, er á einu máli um það — væntanlega þannig, að hverl nýll aðildarriki fái þar fulllrúa. En nefnd- armenn ciga sannarlega ekki að líla á sig sem fulltrúa sins lands, þings eða stjórnar. í 157. grein Rómarsamn- ingsins segir einmitt fullum fetum, að þeir skuli í slörf- um sínum ekki leita eftir né taka við fyrirmælum frá 16


Sjálfstæði Íslands 1962

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sjálfstæði Íslands 1962
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða 16
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.