loading/hleð
(18) Blaðsíða 18 (18) Blaðsíða 18
„Við rekum pólitík“ Það er mitt draumaland Eitt hinna nýju eða breyttu stjórnarskrárákvæða blaðs- ins gæti þá bljóðað á þessa leið: „Stjórnarvölduin lands- ins er heimill að gera milliríkjasamninga, sem skerða fullveldi vort.“ Því að vér hljótum að taka þátt í vest- rænni samvinnu, og vér þurfum á 188 milljónum króna að halda. ★ ★ ★ Efnahagshandalag Evrópu heitir það; og í upphafi liugðu víst flestir óinnvígðir, að það væri réttnefni. En fjölmörg ákvæði Rómarsamningsins, hæði þau sem hér hafa verið talin og ýms önnur, sýna ótvírætt að liöfund- ar lians stefndu frá byrjun að pólitísku handalagi — að vesturevrópskum bandaríkjum. Það er til dæmis eklci efnahagsbandalag, ekki bandalag um tolla og markað, að þegnar eins aðildarríkis hafi ótakmarkaðan rétt til þess að kaupa upp i liverju öðru aðildarriki iivaðeina sem þeir girnast, hagnýta auðlindir þess i sína þágu, stofna þar atvinnufyrirtæki, vátryggingarfélög og banka; það er einmitt pólitískt handalag, það er undirbúningur að pólitískum samruna. Enda er þetta löngu komið á dag- inn. Formælendur Bandalagsins lýsa þvi yfir liver á fæt- ur öðrum, að stefnt sé að pólitískri einingu Vesturevrópu, að ríkisstofnun, að bandaríkjum — og vita þetta nú all- ir menn, einnig þeir heyrnarlausu og sálblindu. Formað- ur framkvæmdanefndar Bandalagsins, Þjóðverjinn Hall- stein, sagði lil dæmis í ræðu i Bandaríkjunum í fyrra: „Það sem fyrir okkur vakir er ekki að koma á tollaíviln- unum eða mynda hagsmunasamtök í því skyni að skapa stærri markað lil þess að auðga okkur, eða viðskipta- samsteypu til þess eins að styðja verzlunarliagsmuni okk- ar. Við rekum alls ekki viðskipti. Við rekum pólilík.“ Efnahagshandalaginu er ætlað að verða vesturevrópskt stórveldi. Vestur-Þýzkaland er fjölmennasta ríkið innan þess, og vesturþýzkir menn ráða þar mestu — sakir stefnu- festu sinnar, auðs og ofríkis. Vér skulum ckki ætla þeim verri hvalir en Jieint lilefni er til; vér skulum ekki einu- sinni minnast á nýliðna forlíð þýzkrar atliafna- og auð- mannastéttar. En hinu verður ekki liaggað, að þessu stór- veldi — eins og öðrum miklum ríkjum — er ætlað að ná sterlíu valdi og koma fram vilja sínum i skjóli þess. Og vér þurfum eklii að fara í grafgötur um eðli þess vilja. Þetta er draumaland stórauðmagnsins í Vestur- 18


Sjálfstæði Íslands 1962

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sjálfstæði Íslands 1962
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730

Tengja á þessa síðu: (18) Blaðsíða 18
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730/0/18

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.