loading/hleð
(20) Blaðsíða 20 (20) Blaðsíða 20
barnaskóla- og kirkjumálum landsins af skörungsskap, en léti sambandsstjórninhi í Briissel eftir afganginn af málefnum vorum. Innganga Islands i Efnahagsbandalag Evrópu væri heimboð 180 þúsunda til 180 milljóna, veizla einyrkjans fyrir þúsund manns. Og vér fáum 188 milljónir króna fyrir vikið. ★ ★ ★ Sá sem þetta ritar heldur því fram, að ríkisstjórn vor sé ráðin i að gera ísland aukaaðila að Efnaliagsbanda- lagi Evrópu — ef hún hefur vald til þess eftir næstu kosningar. Og liann heldur ])vi fram, að hún sé reiðu- búin að kaupa þá aðild dýru verði — jafnvel ]>vi verði að opna landið erlendu fjármagni og eigendum þess, og gefa hvorutveggja sæmilega frjálsar hendur. Og liann heldur ]jví sömuleiðis fram, að sú aukaaðild yrði full að- ild í reynd eftir skamma stund — ef þeim anda, sem Skugga- nú ríkir á stjórnarheimilinu íslenzka, verður ekki sópað mynd á braut í tæka tíð. Það er dökk mynd. En hvers vegna skyldum vér ekki horfast i augu við það, að myrkur geti vofað yfir íslandi árið 1902 með sama hætti og árið 1262? íslendingum liefði reitt l)etur af í sögu sinni, ef forustu- menn þeirra hefðu alltaf vitað livað þeir voru að gera. Efnahagsbandalag Evrópu er aí' sjálfu eðli sínu sam- félag, sem ekki hæfir íslendingum. En vér glötumst líka sem þjóð, ef vér göngum í það. En þá má spyrja: þjóð- erni, sjálfstæði, þjóðleg menning — eru það sjálfgefin gildi? Eru/n vér ekki fyrst og fremst menn, hvort sem vér eigum heima hér á Islandi, suður í Evrópu eða vest- ur í heimi? Erum vér ekki öll partur eins og sama mann- kyns? Hvers vegna að skiptast í ríki, hvers vegna að girða sig landamærum? Þetta eru algengar spurningar á vorum dögum; það er eðlilegt að bæklingur, sem kallar sig Sjálf- stæði Islands, víki að þeim fáeinum orðum undir lokin. Svör við þeim eru enda óbeinar röksemdir gegn því, að vér látum fallast niður í þann bræðslupott vesturevrópskra þjóða, sem kallar sig Efnahagsbandalag Evrópu. 20


Sjálfstæði Íslands 1962

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sjálfstæði Íslands 1962
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730

Tengja á þessa síðu: (20) Blaðsíða 20
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730/0/20

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.