loading/hleð
(3) Blaðsíða 3 (3) Blaðsíða 3
I íslendingar stofnuðu lýðveldi siil í hersetnu Iandi, á harðri tið i heiminum. Sjálfir undum vér þó við sæmi- legan hag; og vér tókum við lýðveldinu úr sjálfs hendi, guldum það hvorki blóði né tárum. Lokaáfanginn í sjálf- stæðismáli voru var ekki torsóttur og sigurinn ekki dýr- keyptur. Því fer fjarri, að stofnun íslenzka lýðveldisins ylli þeiria tímaskilum með þjóðinni, sem orðið hafa með ýmsum öðrum þjóðum er þær hafa náð fullveldi. Það væri enda ofmælt, að Islendingar hafi við lýðveldistök- una risið í nýjar hæðir. Hitt er jal'nvíst og salt, að árið 1944 hugsuðum vér goll til framtíðarinnar. íslendingar fögnuðu þvi starfi sem beið; eindrægni þeirra var um sinn rikari en löngum áður og æ síðan; ]>á dreymdi vel um nætur, og þeim virtust horfur á góðum degi þegar þeir risu að morgni. Þeir höfðu um slceið mátt kallasl fullráða húshændur á búi sínu, og nú stóðu þeir hér með löggilt afsal fyrir jörð sinni í höndunum. Augu þeirra fæstra skyggndust lil efstu tinda, en gleði þeirra var traust og geð þeirra bjart. Vér vorum frá upphafi fámennust fullvöld þjóð í heim- inum — um 130 þúsundir manna við lýðveldisstofnun. Vér höfðum alla daga verið miklu færri en svo — höfðum minnsta kosti í eill skipti lirapað niður fyrir 40 þúsundir og bjuggum langar aldir við harðleikna erlenda stjórn og kaldlynt náttúrufar. Saml liéldum vér velli sem þjóð: fólk sem talaði hina sömu tungu, geymdi sameiginlegrar menningar og ávaxtaði liana í nauðum, sat eitt að landi sínu. Líf vort hér i norðurhöfum hefur verið kallað ei- líft kraftaverk; og víst er um það, að stórar þjóðir og voldug ríki i blíðari heimshlutum liðu undir lok meðan vér þraukuðum hér í vetrargaddi og moldarmyrkri und- ir innfluttu oki. Ilvað hiði vor í Ijósi hins nýrunna dags? Vér stofnuðum lýðveldi Kraftaverkið 3


Sjálfstæði Íslands 1962

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sjálfstæði Íslands 1962
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 3
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.