loading/hleð
(7) Blaðsíða 7 (7) Blaðsíða 7
þær upp í liáls. Vér segjum hins vegar: Rússland og Bandaríkin — og síðan heimurinn allur — eru í þeim mun geigvænlegri hættu sem vopn þeirra verða skæðari. Hver ný sprengja þýðir aukinn háska, hver ný eldflaug er skref í áttina til þess staðar, þar sem dauðinn bíður. Þeim, sem trúa á vopn, þykir þetta að sjálfsögðu mót- sagnakennd fullyrðing. Hún er samt sem áður ein af stað- reyndum mannkynssögunnar á líðandi árum. ★ ★ ★ Herstöðin á Miðnesheiði er lífsháski, sem gróðursettur hefur verið í landi voru. En það segir ekki allan sann- leikann um herseluna og hernámsstefnuna. Herstöðvarn- ar skerða einnig fullveldi vort. Vér höfum látið hluta af landi voru undir herstöðvar, þar sem erlendir menn utan íslenzkrar Íöigsögu fara því fram sem þeim sýnist. Öllu hernaðarvafstri fylgir ævinlega mikil leynd, enda vitum vér ekki einusinni hvaða vopn eru geymd í land- inu. Þótt ráðherrar vorir lýsi því yfir, að herinn aðhaf- isl ekkert án samþykkis þeirra, þá er það samþyklci í fyrsta lagi aðeins formlegs eðlis, þar sem þeir játa ævin- lega öllu sem eflir er leitað við þá — og í öðru lagi láta þeir þjóðina ekki vila Iivað þeir samþykkja, framar en þeim sjálfum gotl þykir. Ósannindi og hlekkingar eru vís fylgifiskur hernaðarumsvifa, livar á landi sem þau eru höfð. Hitt varðar þó ekki minna máli, að islenzk utanrikis- pólitik hel'ur frá stofnun Atlantshafsbandalagsins verið gersamlega ósjálfstætt grey. Bandaríkin liafa mótað alla stefnu Atlantshafsbandalagsins, og stcfna íslands hefur verið sú að gera það eitt sem þetta handalag vildi vera láta. Vér erum sjálfir óvopnuð ]ijóð og höfum aldrei bor- ið vopn út fyrir landsteinana. Samkvæmt sögu vorri og háttum á líðandi stund værum vér sjálfkjörnir í sveil með þjóðum, sem hafna átrúnaði á vopn og leitast við að bera sættarorð milli hinna vígtenntu risa í vestri og austi'i. Þar hefðum vér getað komið sjálfstæðunx hug- myndum á framfæri, átt frumkvæði að nytsamlegum málum — og ]xað því fremur sem hinar hlutlausu þjóðir eru laustengdari og fjær því að lúta forustu nokkurs ein- staks ríkis. Þelta látum vér undir höfuð leggjast, en skip- um oss i staðinn i fylkingu sem lýtur harðsvíraðri og einræðiskcundri forustu alvopnaðs stói’veldis. Enda höf- Hernaðar- leynd 7


Sjálfstæði Íslands 1962

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sjálfstæði Íslands 1962
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.