loading/hleð
(11) Blaðsíða [9] (11) Blaðsíða [9]
er meira og minna í hverjum árg. um Landspítalasjóóinn og Land- spítalann frá 1. blaði 1917 til síðasta blaðs í des. 1929). 1933 ásta Magnúsdóttir verður ríkisfóhirðir. - Kvennasamtökin x land- inu sendu áskorun til ríkisstjórnarinnar um að veita henni embætt- ið. (19. júní 1952 viðtöl við konur í opinberri þjónustu). 1935 Framfærslulög, nr. 135, 31. des. 1935, ætla mæðrum að fá óendurkræfan styrk með börnum sínum. Sveitarflutningar mæðra og barna þeirra afnumdir. Fram til 1934 varðaði sveitarstyrkur missi kosningarréttar. Það var loks afnumið með stjórnskipunar- lögum nr. 22/1934. - (ölafur Jóhannesson: Stjórnskipun Islands, 1960, bls. 187. - 40 ára afmælisrit Kvenréttindafélags íslands 1947). 28. janúar 1935 eru gefin út lög (nr. 38) "um leiðbeiningar fyrir konur og varnir gegn því að verða barnshafandi og um fóstureyð- ingar". 1938 í lögum nr. 16, 13. jan. 1938, sem nefnast "lög um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er komi í veg fyrir, að það auki kyn sitt" eru m.a. leyfðar fóstureyðingar, ef nauðgun hefur átt sér stað og ef barnið er í mikilli hættu af einhverjum ástæðum. ("Rauðir hundar" - á fyrstu mánuðum meðgöngutímans valda heyrnarleysi og jafnvel blindu barnsins). 1943 í endurskoðuðum lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og lögum um lífeyrissjóð barnakennara og ekkna þeirra er, þótt gleymzt hafi að fella ekkj uheitið úr fyrirsögn þeirra síðarnefndu, jafnan talað um sj óðfé laga og eftirlifandi maka , en ekki ekkju eða ekkil. Lögin eru nr. 101 og 102, 30. des. 1943, og nema úr gildi lögin frá 1921. 1944 Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) fær verðlaun (að hálfu með Jóhannesi úr Kötlum) fjrrir ljóðaflokk - hátíðarljóð við endur- reisn lýðveldis á íslandi. (Æviminningabók Menningar- og minning- arsjóðs kvenna I,. 1955 ). Kvenréttindafélag íslands gerir samþykkt á landsfundi 1944 um m.a., að allar konur, giftar sem ógiftar, eigi rétt á fæðingarhjálp úr ríkissjóði, og að kona, sem er í atvinnu, eigi rétt á fríi frá störfum allt að 6 vikna tíma fyrir barnsburð, og jafnlengi eftir með fullu kaupi. (Nýtt kvennablað, júní 1944. - Melkorka 2. hefti, 1. árg., des. 1944). Samkvæmt forsetabréfi 11. júlí 1944 (nr. 42) um hina íslenzku fálkaorðu "má sæma þá menn, innlenda og erlenda, og þær konur, sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður fósturjarðarinnar eða unnið afrek í þágu mannkynsins." 1945 í lögum nr. 60, 12. marz 1945, um laun starfsmanna ríkisins, 36. grein segir: "Við skipun í starfsflokka og flutning milli launa- flokka skulu konur að öðru jöfnu hafa sama rétt og karlar." Skipulagsskrá Menningar- og minningarsjóðs kvenna staðfest af forseta íslands 26. ágúst 1945, en sjóðurinn var stofnaður 27. sept. 1941. (40 ára afmælisrit K.R.F.Í. - 1947 og Æviminningabók sjóðsins I - 1955). 1946 Jöfn laun karla og kvenna hjá Nót, félagi netavinnufólks, með samningi 19. apríl 1946 eftir 6 vikna verkfall - hækkun karlakaups 24%, kvennakaups 62,5%. (Vinnan 6. tbl. 1946). Sett lög um almannatryggingar “ nr. 50, 7. maí 1946. Sakir með- ferðar meiri hluta Alþingis á þeim atrióum tryggingafrumvarpsins, sem fjölluðu um ekknabætur og mæðralaun, sendi K.R.F.Í. og fleiri kvennasamtök mótmæli til Alþingis 17. apríl 1946. (Þjóðviljinn 27. apríl 1946). Teresía Guðmundsson fær stöðu veðurstofustjóra 1. febr. 1946. (19. júní 1952 - viðtöl við konur í opinberri þjónustu. - íslenzkir samtíðarmenn).
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Blaðsíða [17]
(20) Blaðsíða [18]
(21) Blaðsíða [19]
(22) Blaðsíða [20]
(23) Blaðsíða [21]
(24) Blaðsíða [22]
(25) Blaðsíða [23]
(26) Blaðsíða [24]
(27) Blaðsíða [25]
(28) Blaðsíða [26]
(29) Blaðsíða [27]
(30) Blaðsíða [28]
(31) Blaðsíða [29]
(32) Blaðsíða [30]
(33) Blaðsíða [31]
(34) Blaðsíða [32]
(35) Blaðsíða [33]
(36) Blaðsíða [34]
(37) Kápa
(38) Kápa
(39) Kvarði
(40) Litaspjald


Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna

Ár
1976
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
38


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna
http://baekur.is/bok/beea5a70-f328-4b60-80be-af7ecf755aa3

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða [9]
http://baekur.is/bok/beea5a70-f328-4b60-80be-af7ecf755aa3/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.