loading/hleð
(12) Blaðsíða 10 (12) Blaðsíða 10
þurrkaður, ríður mikið á að góðir þurrkdagar séu vel notaðir. Kartöfluakra og matjurtagarða þarf að hirða svo vel, að illgresi geri þar ekki skaða. Síðsumarið og haustið er uppskeru og sláturtíð og er þá oft annríkt á sveitabýlunum. Mikið starf fer í að smala fé saman á hinu víðáttumikla landi, aðskilja það og reka sláturfé til kaupstaðanna og slátrun heima til þarfa heimilisins. Sláturafurðir eru matbúnar heima fyrir allan veturinn og er það mikil vinna fyrir húsmóð- urina og stúlkurnar. Þá er og uppskera kartaflna og ann- ara matjurta og að ganga frá þeim fyrir veturinn. Þá þarf að mörgu að hyggja á bóndabænum áður en vetur gengur í garð og snjór leggst að, en um veturinn er hirð- ing fénaðarins aðalstarfið úti við fyrir vinnumennina, en stúlkur hjálpa húsmóðurinni við heimilisstörfin, ullar- vinnu og saumaskap. Enda þótt víða sé strjálbýlt í íslenzkum sveitum, er þar þó alltaf töluvert félagslíf, sumar og vetur, samkomur haldnar og þar hittist fólkið og talast við og skemmtir sér. Á íslandi verður naumast talað um neinn stéttamun og á heimilum má eining telja að mannréttindi allra ein-


Winke für deutsche Arbeiter in Island =

Höfundur
Ár
1949
Tungumál
Ýmis tungumál
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Winke für deutsche Arbeiter in Island =
http://baekur.is/bok/beededdb-7153-4eab-a805-bc733acffaa3

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/beededdb-7153-4eab-a805-bc733acffaa3/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.