(2) Blaðsíða 2
I sama ári Fjölnis, bls. 78, er J>ess gefið, að auk
skólapilta haíi nokkrir gengið í fjelag þeirra; en vegna
þess, að skólapiltar vilja helzt vera í fjelagi sjer, stofnaði
Jón Árnason, stódent, á Eyvindarstöðum ásamt tveimur
öðrum , er áður höfðu gjörzt bindindismenn, hindindis-
fjelag í haust á Álptanesi; eru gengnir í það þessir nienn:
Benidikt Sveinsson, kennslupiltur á Eyvindarstöðum
frá Mýrum í Skaptafellssýslu,
Stefán Stefánsson, silfursmiður í Sviðholti,
Loytur Pálsson, vinnupiltur á sama bæ,
Guðmundur Isaksson, vinnumaður á Bessastöðum.
Jón Jónsson, tómthússmaður á Kasthúsum,
Siðan áttu þeir fund með sjer 9. dag nóvembermán-
aðar, og kusu sjer forstöðumann, stúdent Jón Árnason;
vonum vjer, að það fjelag nruni brátt aukast, þó margir
spyrni í móti, og það sumir hverjir, er sízt skyldu, og
mestu ráða um.
I Fjölni í fyrra, blss. 79—-81, er sagt frá bindindis-
fjelagi því, er skólapiltur Eiríkur Jónsson frá Borg í
Hornafirði, hafði stofnað þar eystra; voru þá gengnir í
það íjelag 42. Með póstskipinu núna höfum vjer fengið
skýrslu frá honum um ástand fjelags þess; þar segir svo:
“Skipulagið á bindindisfjelaginu í þeim þremur sveitum,
Lóni, Nesjum og Mýrum, er hið sama, og sagt er i
skýrslu þeirri, er jeg sendi yður í fyrra. I suniar, 11.
dag ágúst-mánaðar, átfum vjer fund með oss bindindis-
rnenn; var þá sjer í Iagi rætt um, hvort konur bindindis-
manna skyldu vera undir sömu lögum, sem þeir, eða
ekki; kom oss öllum ásamt um, að svo skyldi vera; en
fleiri voru þeir, er engin nauðsyn þótti til bera, að konur
rituðu nöfn sín á nafnaskrárnar. Á hinu næstliðna og því
nýbyrjaða ári hefur Qelagið talsvert aukizt; og hafa þeir
mest að því unnið, sjera Björn og Stefán hreppstjóri á
Árnanesi. Áður enn jeg fór að heirnan, sendi sjera Björn
mjer nöfn þeirra, sem ei voru (og eru líkast ei enn)