loading/hleð
(5) Blaðsíða [3] (5) Blaðsíða [3]
Geometrísk myndlist er ekki lengur nein nýjung hugsar sá, sem ekki hefur vit á, þegar hann gengur í forvitni um málverkasalina. Vissulega ekki. Geometrísk list er engin nýjung í sjálfu sér — nýjungin er í öðru fólgin. Hún er falin í túlkuninni, í fínleikanum. Hún liggur alls ekki í aug- um uppi. Sá sem hefur fyrir atvinnu aS velja, finna listaverk og listamenn sem ekki líkjast öðrum, verður kannske, einn góðan veðurdag, snortinn af stórum svarthvítum málverkum, einföldum í byggingu. Þœr vekja athygli hans, þœr eru eftir Eyborgu, sjálft nafnið er fallegt. Okkur langar til að kynnast henni. I list sinni er Eyborg ímynd sjálfrar sín: skýr og göfug í hugsun, mannleg og laus við venjulega hleypidóma, — heilbrigt og ákveðið hugarfar. Þessi almennu orð nœgja til þess að skýra þann áhuga, sem málverk hennar vekja. Það er eins og út frá þeim stafi sérstœtt innra líf. I myndbyggingunni er jafnvasgi og dirfska, og hún leiðir aldrei til þess, sem við bjuggumst við, heldur til annarrar og öruggari lausnar, sem við föllumst á. Litirnir eru fremur dimmir. Nokkrir sterkari tónar lífga upp aðallitina og þannig hljómar í hrynjandi myrkvi hinna. Þessi alvarlega stemning, sem einkennir myndir Eyborgar getur af sér tregafulla og heill- andi Ijóðrœnu, einkennandi fyrir eyjaskeggja, sem lifa langt frá heimsins glaum en vita um allt, sem smám saman hverfur úr borgum okkar; lífshamingjan sjálf. Eyborg hefur skilið, að það er tcerleiki og einfaldleiki, sem stefna ber að í list. Þetta varð okkur Ijóst á sýningunni „Salon des Réalités Nouvelles", þar sem hún hefur sýnt í mörg ár og á öðrum sýningum í París og annars staðar. Eyborg er meðlimur hópsins MESURE, sem á um þessar mundir farandsýningu í Þýzkalandi. Markmið þessa hóps er að ná samvinnu við arkitekta, og hver er betur til þess fallin en Eyborg? Og vissulega er það, þegar við berum hug hennar og athöfn saman við heiminn í dag, að hún vekur sérstaklega athygli okkar. Sjálfur er ég sannfœrður um að með þróun geometriskrar myndlistar, og listar almennt, muni þessi athygli verða forvitnilegri og almennari. GEORGES FOLMER


Eyborg Guðmundsdóttir

Ár
1965
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Eyborg Guðmundsdóttir
http://baekur.is/bok/c942aae3-ebeb-48e1-9c22-ad4033ff5df2

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða [3]
http://baekur.is/bok/c942aae3-ebeb-48e1-9c22-ad4033ff5df2/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.