loading/hleð
(4) Blaðsíða [2] (4) Blaðsíða [2]
Jóhann Briem er einn úr hópi þeirra listamanna, sem komu heim frá mynd- listarnámi erlendis á fjórða áratugnum og fluttu með sér nýjungar í mynd- list sem settu óafmáanlegan svip á þann áratug. Hin nýju viðhorf ollu nánast byltingu í íslenskri myndlist, sem almenningur átti erfitt með að sætta sig við. En þessir ágæm listamenn létu kuldalegar viðtökur ekkert á sig fá og héldu ótrauðir áfram á sinni braut. Þeir trúðu á það sem þeir voru að gera og þroskuðu list sína þrátt fyrir erfiðar aðstæður, fátækt og skilningsleysi. Nú eru verk þessara manna orðin einhver mestu menningarverðmæti íslensku þjóðarinnar frá 20. öld. Þrátt fyrir ný og ólík sjónarmið báru þessir mynd- listarmenn djúpstæða virðingu fyrir fyrirrennurum sínum og urðu vinir þeirra og félagar. Jóhann Briem stundaði myndlistarnám aðallega í Dresden og hreifst þar mjög af þýska expressjónismanum í myndlist og má segja að hann hafi á sínum langa listferli verið fylgismaður þeirrar stefnu á sinn mjög sterka, persónulega hátt. Þannig hefur Jóhann með sleitulausri vinnu, hugsun og þjálfun náð mjög sérstæðum stíl, svo að engum sem sér verk hans getur blandast hugur um hver höfundurinn er. Jóhann er fæddur og uppalinn á grónu menningarheimili; lauk stúdents-


Jóhann Briem

Höfundur
Ár
1977
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Jóhann Briem
http://baekur.is/bok/ca63b5ec-362f-4521-821e-a90b1fb9b9d0

Tengja á þessa síðu: (4) Blaðsíða [2]
http://baekur.is/bok/ca63b5ec-362f-4521-821e-a90b1fb9b9d0/0/4

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.