loading/hleð
(20) Blaðsíða 16 (20) Blaðsíða 16
Rakastígsmunur dags og nætur Um miöjan vetur, þegar sólar nýtur lítt eða ekki, er loftið álíka rakt allan sólarhringinn. En á sumrin er hinsvegar mun þurrara um daga en nætur, eins og alkunnugt er. Sést þetta vel á eftir- farandi töflu um meðal rakastig á ýmsum tímum sólarhringsins í desember, marz, júní og september (tölurnar eiga við árin 1949— 1953 í Reykjavík). Klukka. Mán. 02 05 08 Rakastig 11 14 17 20 23 Marz 83 82 82 79 78 80 82 82 Júní 84 83 75 70 69 70 74 80 September 85 85 83 79 76 77 83 84 Desember 87 87 87 85 85 85 86 85 Um ofþurrka Ekki er óalgengt, að vorþurrkar hnekki gróðri hér á landi, og ef dæma má eftir úrkomumagni, er þess helzt að vænta á Norð- urlandi. Ekki eru til neinar áreiðanlegar athuganir á því, hvað úrkoman þurfi að vera á mánuði til þess að vatnsskortur hái ekki sprettu, en ekki mun fjarri lagi, að 25 mm á mánuði sé sú lág- marksrigning, þótt hitt ráði einnig miklu, hvernig það regn skipt- ist á vikur mánaðarins. Með þessu er þó ekki sagt, að ekki sé hætta á ofþurrkum, þar sem meðallagsúrkoman nær 25 mm á mánuði, svo mikill er breytileiki úrkomunnar ár frá ári. En all- náið samband er þó milli meðallagsúrkomu og ofþurrka. Ef reikn- að er með því, að 25 mm regn á mánuði sé nóg fyrir gróðurinn, og vöxturinn minnki í réttu hlutfalli við rigninguna, ef hún er minni, má með útreikningum og athugunum á breytileika úr- komunnar fá eftirfarandi töflu um meðaltjónið, sem ofþurrkar vinna á gróðri. i 16 FRÆÐSLURIT BF. ÍSL.


Hvernig er veðrið?

Ár
1956
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Hvernig er veðrið?
http://baekur.is/bok/d46f5869-1c74-4c45-9f7f-14ba5b715b41

Tengja á þessa síðu: (20) Blaðsíða 16
http://baekur.is/bok/d46f5869-1c74-4c45-9f7f-14ba5b715b41/0/20

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.