loading/hleð
(21) Blaðsíða 17 (21) Blaðsíða 17
Maðallagsúrkoma Hvað þurrkar draga mikið úr vexti á mánuði, mm. <il jafnaðar, f % af sprettunni. 0 ....................................... 100 5 80 10 65 15 53 20 43 25 34 30 26 35 20 40 14 45 10 50 6 55 3 Taflan bendir til þess, aS þurrkar valdi mjög litlu tjóni, ef með- allagsúrkoma er 40—50 mm eða meira. Aftur á móti virðist 25—30 mm meðallag svara til þess, að sprettan minnki að jafnaði um 30% af því, sem hún ella gæti orðið. Um haga Veðurstofan hefur frá fyrstu árum sínum látið gera athuganir á haga. Segir í „Veðráttunni" árið 1924, að haginn sé „tilgreind- ur i prósentum, þar sem 0 merkir haglaust allan mánuðinn, en 100 svo góðan haga allan mánuðinn, að eigi hefði þurft að gefa sauðfé, ef veður hefði eigi hamlað beit. Til fjörubeitar er eigi til- lit tekið og eigi heldur til ótíðar, sem hindrar beit.“ Nánari rannsókn á þessum athugunum leiðir í ljós ýmsa ann- marka, eins og vænta má. Það er t. d. mjög háð háttum og sið- venjum í einstökum sveitum og hjá einstökum mönnum, hvað fénu er haldið fast til beitar. Þess vegna verða tölurnar varla sam- bærilegar milli stöðvanna. En þrátt fyrir það má ýmislegt af þeim marka. í fyrsta lagi má fá allgóða hugmynd um meðalhagann á landinu, því að hér er um að ræða margar stöðvar og dreifðar víösvegar um landið. í öðru lagi má sjá, hvað mikil áraskipti eru að haganum. '•'RÆÐSLURIT bf. ísl. 17


Hvernig er veðrið?

Ár
1956
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Hvernig er veðrið?
http://baekur.is/bok/d46f5869-1c74-4c45-9f7f-14ba5b715b41

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða 17
http://baekur.is/bok/d46f5869-1c74-4c45-9f7f-14ba5b715b41/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.