loading/hleð
(12) Blaðsíða 8 (12) Blaðsíða 8
ing á margan hátt m.a. fengum við sent afrit afdómi í málinu: Dansk Ingeniörforening mod Ingeniör Sammenslutningen og ingeniör kontorchef Eli Lar- sen, sem féll stétt okkar í vil í undirrétti 13. maí 1957 og hæstarétti 1. sept. 1958 um notkun titilsins „Ing- eniör” í Danmörku. Eg tel að Bjarni Benediktsson hafi metið niður- stöður þessa dóms, sem sterk rök fyrir málflutning okkar við skrifborð sitt, sem þáverandi iðnaðarráð- herra. Okkur var það gleðiefni, þegar hann ákvað að flytja frumvarpið fyrir okkur á Alþingi. Tæknifræðingsheitið og uppruni þess Við vorum nokkrir nýkomnir heim frá námi 1957 — 1959 sem ræddum saman um með hvaða hætti, mætti takast að sameina þessi tvö félög, sem að fram- an eru greind. Við komust fljótlega að þeirri niður- stöðu að ekki væri vænlegt að ná samstöðu um sam- einingu í öðru hvoru félaginu og kom þar einkum til að þeir sem misstu menntunarheiti sitt „Ingen- iör”, þegar lög nr. 24/1937 voru sett, vildu ekki sætta sig við að nota menntunarheitið iðnfræðingur, heiti sem þeim var úthlutað án samráðs við þá, með þess- um sömu lögum. Mun það einsdæmi að menntunar- heiti sé tekið af heilli stétt, þótt fámenn sé og henni úthlutað nýju heiti með landslögum, án alls samráðs. Seinni hluta sumars 1959 gengum við Bernharður Hannesson, (hann var síðar í fyrstu stjórn TFI), saman á fund Halldórs Halldórssonar málfræðings og orðabókarhöfundar og ræddum við hann um hvaða nafn við gætum hugsanlega valið stétt okkar til handa, þannig að vel færi í málinu. Ymis heiti voru rædd en niðurstaðan varð sú að tæknifræðingur væri heppilegasta nafnið. Nokkru seinna snerum við Páll Sæmundsson okkur einnig til Arna Böðvarsson- ar magisters og leituðum álits hans á heitinu tækni- fræðingur séð út frá sjónarhóli málfræðings. Arni tók sér frest og skilaði svo skriflegri greinar- gerð 18. janúar 1960, sem hófst þannig „Orðið tækni- fræðingur fer vel í íslensku. Pað bendir fyrst og fremst til manns, sem er fróður um tæknileg efni, meira segir samsetningin ekki fyrirfram, þó að einhver ákveðin merkin eða ákveðinn merkingarblær kunni að bind- ast því við frekari notkun eða hefð.” Síðan fylgdu frá honum frekari hugleiðingar um orðið. Seinna sýndi það sig, að þetta plagg hafði mikla þýðingu, þegar andmæli voru send iðnaðarráðherra Bjarna Bene- diktssyni gegn því að við fengjum heitið tæknifræð- ingur lögverndað fyrir stéttina. Mótmæli Verkfræð- ingafélagsins og Arkitektafélagsins voru margþætt, en ekki tekin fullgild. A undirbúningsfundi, sem haldinn var í Naustinu, í sept. 1959 með framámönnum í T ækni, féllust þeir á að sameinast undir menntunarheitinu tæknifræð- ingur. Fundur þessi markaði tvímælalaust tímamót fyrir tæknifræðingastéttina, því að á þessum fundi, sem gjarnan var kallaður „fundurinn í Naustinu”, er stigið fyrsta skrefið til þess að sameina þessi tvö félög, sem að framan getur. A þessum þýðingarmikla fundi mættu tæknifræðingar þeir: Axel Kristjánsson vél- tæknifr., Sveinn Guðmundsson véltæknifr., Pórður Runólfsson véltæknifr. og form. Tækni, Jón Gauti rafmagnstæknifr., Bjarni Forberg rafmagnstæknifr., Sigurður Flygenring bygingartæknifr., allir félagar í Tækni, Jón Sveinsson véltæknifr., þá form. Iðnfræð- ingafélags Isl. og þeir Bernharður Hannesson vél- tæknifr. og Páll Sæmundsson rafmagnstæknifr. Farsæl barátta Komst nú skriður á stofnun TFI, samin voru drög að lögum fyrir félagið. 20. janúar 1960 var haldinn stjórnar fundur í Iðnfræðingafélagi Islands, þar sem fyrir lá tillaga um að stétt okkar tæki upp nafnið tæknifræðingur. Voru nú haldnir stjórnarfundir 3 daga í röð í IFI og einkum rökrætt um þetta nýja heiti. Félagar í gamla Tækni og Iðnfræðingafélagi ís- lands fjölmenntu á sameiginlegan fund í Silfurtungl- inu v/Snorrabraut hinn 23. mars 1960 og samþykktu þá einróma að sameinast undir eitt merki og undir- búa sameinaða krafta til átaka fyrir stéttina undir heitinu tæknifræðingur. Stofnfundur Tæknifræðingafélags íslands var svo haldinn 6. júlí 1960, lög voru samþykkt fyrir félagið og kosin fyrsta stjórn þess. I fyrstu stjórn voru kjörn- ir: Axel Kristjánsson form., Sveinn Guðmundsson al- þingism., Sigurður Flygenring byggingartæknifræð- ingur, Bernharður Hannesson véltæknifræðingur og Baldur Helgason rafmagnstæknifræðingur. Akveðið var á þessum fundi að ráða Jón Sveinsson sem framkvæmdastjóra. Félagið tók strax upp baráttu fyrir lögverndun á tæknifræðingsheitinu og var það mál farsællega til lykta leitt með lögum frá Alþingi 31. mars 1963 eftir harða baráttu og mikið starf sem að baki lá, en því verður nánar lýst síðar í greininni. Hér á eftir fylgja til fróðleiks fundargerð stofnfund- ar TFI og fundargerð fyrsta stjórnarfundar félagsins. Fundargerðir 1. fundur. Framhaldsstofnfundur Tæknifræðingafélags Islands haldinn í Tjarnarcafé Vonarstræti 10, Reykjavík þann 6. júlí 1960 kl. 20.00. Fundinn setti Jón Sveinsson og rakti í stuttu máli aðdrag- anda þess að félag þetta var stofnað. Fundarstjóri var kosinn Asgeir Höskuldsson og ritari Bern- harður Hannesson. Páll Sæmundsson las upp lög félagsins, hver einstök grein var upp lesin og samþykkt samhljóða. Þá hófst kjör formanns til eins árs og kom fram ein uppástunga um að kjósa Axel Kristjánsson sem formann og var það samþykkt samhljóða. Þá var stungið upp á fjórum stjórnarmeðlimum, þeim: Sveini 8
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Saurblað
(74) Saurblað
(75) Band
(76) Band
(77) Kjölur
(78) Framsnið
(79) Kvarði
(80) Litaspjald


Tæknifræðingafélag Íslands

Höfundur
Ár
1981
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
76


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tæknifræðingafélag Íslands
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.