loading/hleð
(28) Blaðsíða 24 (28) Blaðsíða 24
um í byggingum, vélum og rafmagni aðgang að slíku framhaldsnámi. I annan stað— og það var vitaskuld enn þyngra á metunum— þá færði skólinn út kvíarn- ar, þrátt fyrir þröngan húsakost og stofnaði nýjar deildir og a.m.k. ein þeirra, útgerðardeild, miðaði ekki við framhaldsmenntun iðnaðarmanna sérstak- lega heldur krafðist kunnáttu í sjómennsku og fisk- vinnslu. Menn sáu loks í hendi sér eftir nokkurt japl og jaml og fuður að ekki náði lengur neinni átt að einskorða inngöngu í aðfararnámið við byggingar, vélar og rafmagn eða undanþáguákvæðið um skipa- tæknifræði á Helsingjaeyri. Niðurstaðan varð sú að felld var brott krafan um verkkunnáttu til inngöngu í undirbúnings- og raungreinadeild en áhersla eftir sem áður lögð á að skólinn væri framhaldsskóli fyrir iðnaðarmenn og aðra verkmenntaða menn. Þetta var staðfest með reglugerð 1977. Til inngöngu í undirbúnings- og raungreinadeild eru því aðeins gerðar bóklegar kröfur, en í anda laga og reglugerðar er samt við það miðað að umsækjend- ur hafi sem svarar hálfs árs námi eftir grunnskóla eða það sem svarar almennu bóknámi í iðnskóla. Nú hefur samt sú þróun orðið síðustu árin að óhjákvæmi- legt hefur reynst að takmarka inngöngu nýnema í undirbúnings- og raungreinadeild vegna þrengsla. Gripið hefur verið til þess ráðs að setja umsækjendur í „forgangsröð” þar sem aðallega er höfð hliðsjón af verkmenntun (til viðbótar bóknámskröfunum). Hún er í meginatriðum sem hér segir: 1. Sveinsprófsmenn (í hvaða grein sem er) eða hliðstæð verk- menntun. 2. Menn með burtfararpróf úr iðnskóla eða hliðstætt próf. 3. Menn með verklega þjálfun, sem yrði metin gild til inngöngu í sérgreinadeildir (tækna- og tæknifræðinám). Nokkrar sveiflur hafa verið í aðsókn að undirbún- ings- og raungreinadeild. Síðustu tvö árin hefur hún verið mjög mikil, ekki síst af hálfu iðnsveina og manna, sem lokið hafa burtfararprófi úr iðnskóla. Sjálfsagt má skýra þessa auknu aðsókn á ýmsan hátt. Hér skal þó aðeins bent á eina líklega skýringu og það er áfangakerfið sem upp var tekið haustið 1977. Þetta fyrirkomulag hefur áreiðanlega átt sinn þátt í að gera skólann aðgengilegri og eftirsóknarverðari fyrir iðn- aðarmenn. Aður en áfangakerfið kom til sögunnar mátti segja, að af hverjum 100 nemendum sem hófu nám í undir- búningsdeild, hafi aðeins um 25 lokið raungreina- deildarprófi áfallalaust tveimur árum síðar. Mestu affoll urðu á miðsvetrarprófi í undirbúningsdeild (allt að 40%, auk þeirra sem heltust úr lestinni á haustönninni). Með áfangakerfinu varð sú grund- vallarbreyting að í stað meðaleinkunna þarfnemandi að ljúka tilteknum áfanga í hverri grein og nái hann vissri lágmarkseinkunn þar, þá má hann halda áfram þótt honum verði fótaskortur í öðrum áföngum. Petta hefur reynst hagkvæmt fyrir menn, sem hefja nám að nýju eftir margra ára hlé (meðalaldur 22—23 ár) þar eð þeir eru ekki settir út á guð og gaddinn þótt þeim fatist í fyrstu atrennu eins og gert var áður fyrr. Þegar áfangakerfið gekk í gildi þótti af skipulags- ástæðum óheppilegt að gera skarpan greinarmuu á undirbúnings- og raungreinadeild, svo að þeim var gefið sameiginlegt nafn og kallaðar frumgreina- deild sem skiptist aftur í fjórar annir. I daglegu tali eru þó gömlu nöfnin notuð enda í samræmi við lög um skólann auk þess sem hugtakið „raungreina- deildarpróf ’ er þekkt stærð í skólakerfinu. Petta hef- ur samt leitt til þess að ekki er lengur við hæfi að tala um tiltekinn fjölda sem „lýkur” undirbúningsdeild- arprófi; einn og sami maður getur í senn stundað nám á 1. og 3. önn eða 2. og 4. önn, þ.e. verið í undirbúnings- og raungreinadeild samtímis. Hins vegar er ljóst hverju sinni hve margir Ijúka raun- greinadeildarprófi. Nú eru þeir orðnir 459 talsins frá upphafi. Ekki er heldur auðvelt lengur að gefa upp „fallprósentu”. Á námstímanum heltast vitaskuld alltaf einhverjir úr lestinni, eins og áður. Einnig sækir óðfluga í það horf, að menn ljúki námi á lengri tíma en tveimur árum. Áfangakerfið ætti þó að stuðla að breyttu viðhorfi til slíkra staðreynda og ætti að auka mönnum skilning á mismunandi hæfni og aðstöðu einstaklinga til að ná námsárangri. Rétt er og að geta þess að nú geta menn sest í 1. hluta tæknifræðináms þótt þá vanti örlítið á fullgilt raungreinadeildarpróf. að vísu er þeim gert að ljúka því á næsta próftíma en þessi herslumunur þarf ekki að tefja þá um heilt ár í tæknifræðinámi eins og áður var regla. Tengsl undirbúnings- og raungreinadeildar Tækniskólans við aðra skóla hafa ætíð verið nokkur. Oþarft ætti að vera að minna á samvinnu skólans við iðnskólana á Akureyri og Isafirði en þar hafa verið starfræktar slíkar deildir nærri óslitið frá upphafi. Og nú í haust bættist Iðnskólinn í Vestmannaeyjum í hópinn með því að setja á stofn undirbúningsdeild í samvinnu við deildirnar í Reykjavík. Búfræðingar þurfa að ljúka námi sem samsvarar undirbúnings- og raungreinadeild áður en þeir setjast í búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Áfangakerfið hefur mjög auðveldað að meta inn í undirbúnings- og raun- greinadeild menn með hliðstæð áfangapróffrá öðrum skólum. Sífelt fjölgar þeim sem sækja um inngöngu eftir þeirri leið. Reynt er að veita slíku fólki úrlausn þótt verkmenntað fólk gangi fyrir, ef þrengir að, eins og áður segir. Fjölbrautaskólar hafa sýnt sérstakan áhuga á samvinnu um að skipuleggja námsbrautir hliðstæðar undirbúnings- og raungreinadeild. Til- raun er þegar komin í gang í þessu efni. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á starfsár- um Tækniskóla islands hefur orðið slíkt umrót í hinu íslenska skólakerfi, að enn er óljóst hvað upp úr stendur að lokum. Nefna má ný lög um grunnskóla, stofnun fjölbrautaskóla og heildarendurskoðun framhaldsskólastigsins. Undirbúnings- og raun-
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Saurblað
(74) Saurblað
(75) Band
(76) Band
(77) Kjölur
(78) Framsnið
(79) Kvarði
(80) Litaspjald


Tæknifræðingafélag Íslands

Höfundur
Ár
1981
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
76


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tæknifræðingafélag Íslands
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d

Tengja á þessa síðu: (28) Blaðsíða 24
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d/0/28

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.