loading/hleð
(35) Blaðsíða 31 (35) Blaðsíða 31
STEFÁN GUÐ JÓNSSON: Rafmagnsdeild Tœkniskóla Islands Allt frá stofnun Tækniskóla íslands hefur eitt af markmiðunum með starfseminni verið að búa nem- endur undir tæknifræðinám í rafmagnsgreinum. Fyrstu nemendurnir útskrifuðust með fyrsta hluta próf í rafmagnstæknifræði frá Tækniskólanum vorið 1965. A þessum árum og allt fram til þess starfsárs sem nú stendur yfir hafa nemendur í 1. hluta rafmagns- og véltæknifræðináms setið í sömu bekkjardeild og notið sömu kennslu nema í nokkrum námsgreinum sem sérhæðar eru fyrir hvort svið fyrir sig. Ohætt er að segja að aðstaða til kennslu í rafmagns- greinum var nánast engin á þessum árum og einungis örfá rafmagnsmælitæki voru í eigu eðlisfræðitil- raunastofu skólans. Prátt fyrir þessa staðreynd var ráðist í það að skipuleggja raftæknanám við Tækni- skólann. Nám þetta var fyrst og fremst sniðið að þörfum rafveitna og krafist var sveinsprófs í rafvirkj- un eða rafvélavirkjun auk undirbúningsdeildarprófs frá Tækniskólanum, til að setjast inn í það. Fyrstu sjö raftæknarnir útskrifuðust vorið 1971. Næsta ár féll kennsla til raftæknaprófs niður vegna ónógrar þátt- töku og því útskrifuðust engir raftæknar vorið 1972. Haustið 1972 réðist undirritaður sem stundakenn- ari að Tækniskólanum og kenndi þá 1. hluta nem- endum í rafmagnstæknifræði og raftæknanemend- umrafmagnsfræði auk eðlisfræði í undirbúnings- og raungreinadeild skólans. Þennan-vetur komu fram- hugmyndir að frekari aðlögun tæknifræðináms að aðstæðum í dönsku tækniskólunum og einnig hug- mynd að breytingu á raftæknanáminu þannig að það lengdist 'um eina önn. Með breytingunni átti raF tæknanámið að breytast þannig að það hentaði sem framhaldsnám fyrir rafvirkja, rafvélavirkja, útvarps- virkja og símvirkja. Frumtillaga að nýrri skipan raftæknanámsins líkt og það er rekið í dag var samþykkt af menntamála- ráðuneytinu vorið 1973 og hófst námið samkvæmt þeirri skipan haustið 1973. Fyrstu nemendurnir út- skrifuðust samkvæmt hinni nýju skipan í janúar 1975. Sumarið 1973 var undirritaður ráðinn deildar- stjóri rafmagnsdeildar skólans og fór þá í kynnisferð til fjögurra tæknifræðiskóla í Danmörku, þ.e.a.s. í Alaborg, Arósum, Oðinsvéum og Kaupmannahöfn. Ferðin var mjög lærdómsrík, og í kjölfar hennar var námið í 1. hluta rafmagnstæknifræðinámsins sniðið að náminu í Odense Teknikum og gerðir voru nýir námsvísar fyrir rafmagnsdeild Tækniskólans sniðnir eftir námsvísum rafeindadeildar Koben- havns Teknikum. Haustið 1973 var ráðist í það að kaupa fyrstu rafmagnsmælitækin að rafmagnsdeildinni. Jafnframt tók skólinn á leigu lítið herbergi á jarðhæð að Skip- holti 37, þar sem skólinn var til húsa þá, og varð þar vísir að tilraunastofu rafmagnsdeildarinnar. Veturinn 1973—1974 keypti skólinn nokkuð af notuðum rafbúnaði en fékk einnig að gjöf ýmsan búnað sem nota mátti til bráðabirgða. Þennan vetur festi skólinn einnig kaup á fyrstu smátölvunni, sem tengd var ritvél, X-Y teiknivél og íleiri jarðartækjum. Tölva þessi er ennþá notuð í reiknistofu skólans en líkur eru til að hún verði innan tíðar flutt yfir í tilraunastofu rafmagnsdeildar þar sem hún mun væntanlega koma að meira gagni í framtíðinni. Tilraunastofan og tölvan voru á næstu tveimur árum mikið notuð afnemendum rafmagnsdeildar, og reyndust stórliður í því að mögulegt var að reka rafmagnsdeildina miðað við þær áætlanir sem gerðar höfðu verð um starfið. Árið 1975 flutti Tækniskólinn með alla starfsemina að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Rafmagnsdeild fékk nú til umráða ca 400m2 pláss á jarðhæð hússins fyrir tilraunastofur. Tæki voru keypt að skólanum í nokkr- um mæli, þannig að verkleg kennsla í rafmagnsgrein- um hefur getað þróast eðlilega. Bæði raftækna- og rafmagnstæknifræðinemendur nota nú tilraunastof- 31
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Saurblað
(74) Saurblað
(75) Band
(76) Band
(77) Kjölur
(78) Framsnið
(79) Kvarði
(80) Litaspjald


Tæknifræðingafélag Íslands

Höfundur
Ár
1981
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
76


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tæknifræðingafélag Íslands
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d

Tengja á þessa síðu: (35) Blaðsíða 31
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d/0/35

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.