loading/hleð
(58) Blaðsíða 54 (58) Blaðsíða 54
STEINAR VIGGÓSSON: Hvað er framundan hjá íslenskum skipasmíðaiðnaði? Skipasmíðaiðnaður er ein af þeim iðnaðargreinum sem í auknum mæli hefur veitt atvinnutækifæri á íslenskum atvinnumarkaði. Ef litið er á stálskipa- smíði sérstaklega má sgja að þessi iðngrein sé tiltölu- lega ung, eða 15 til 20 ára. Það má segja, að mennta- kerfið hafi ekki fylgt þeirri þróun sem hefur orðið í þessari iðngrein þar sem ekki er ennþá til neitt iðn- nám, sem nefnt er stálskipasmíði eða tilsvarandi, heldur er eldri iðngrein, svonefnd ketil- og plötu- smíði, það iðnnám, sem aðallega menntar iðnaðar- menn fyrir þessa grein. Stjórnvöld hafa heldur ekki verið þessari iðngrein hliðholl. Uppvöxtur hennar var á sjöunda áratugn- um, þegar sú stefna sem ríkir reyndar enn, var inn- leidd í íslenskt bankakerfi og aðrar lánastofnanir, að allir ættu að hafa jafnan rétt til lánsfjár, sem leiddi til of mikilar dreifingar á lánsfé til atvinnuveganna. Þessi dreifing leiddi aftur til þess að of lítið fjármagn dreifð- ist á of margar hendur. Afleiðingin hefur orðið sú að of mörg smáfyrirtæki hafa verið stofnuð og þá oft í kringum dráttarbrautir og hafnaraðstöðu, sem kom- ið hefur verið upp af hálfu hins opinbera. Mörg þessara fyrirtækja hafa síðan staðnað og ekki fylgt tækniþróun og eðlilegri uppbyggingu vegna skorts á fjármagni. Einnig hefur þetta leitt til óeðli- legrar dreifingar vinnuafls, sem aftur á þátt í því ásamt oflitlu fjármagni að erfitt hefurverið að byggja upp sterk fyrirtæki í þessari grein. Áttundi áratugur- inn hefur heldur ekki verið skipaiðnaðinum hliðholl- ur en hann hófst eins og menn vita með stórfelldum innflutningi á skuttogurum. Astæðan fyrir þessum stórfelldu togarakaupum var sú að allir togarar landsmanna voru orðnir tæknilega úreltir og margir auk þess komnir til ára sinna enda endurnýjun þeirra legið niðri í áraraðir. Skipasmíðastöðvarnar höfðu þá smíðað báta í nokkur ár með góðum árangri en voru ekki tilbúnar til að mæta þeirri miklu eftirspurn sem varð svo skyndilega eftir togurum. Tók það þær því óhjákvæmilega alllangan tíma að breyta frá fyrri framleiðslu yfir í smíði svo stórra skipa. Einnig hefur þessi áratugur einkennst af tíðum stjórnarskiptum og sífelldum stefnubreytingum á sviði iðnaðar, endurnýjunar fiskiskipa, og nýtingu fiskistofnanna. Einig hafa verið gerðar margar breyt- ingar á þeim sjóðum sem lána fé til nýsmíða skipa og er nú svo komið að illmögulegt er að gera út nýsmíð- uð skip. Af framansögðu má sjá að það er næsta merkilegt að hér skuii þrífast eitthvað sem heitir skipasmíða- iðnaður og má reyndar segja að hann hafi orðið til fyrir fádæma þrautseigju og dugnað einstakra manna. Ef litið er á íslenskan skipasmíðaiðnað í dag má segja að starfandi séu 6 stöðvar sem starfa við ný- smíði skipa auk allmargra viðgerðarverkstæða og dráttarbrauta. Þær 6 stöðvar sem nefndar hér verða nefndar nýsmíðastöðvar voru að jafnaði með saman- lagt 580 starfsmenn árið 1978 og reikna má með svipuðm fjölda í dag. Samtals munu vinna ca. 2000 starfsmenn hjá þeim fyrirtækjum sem veita sjávarút- veginum þjónustu á þessu sviði. Þessar 6 nýsmíða- stöðvar stunda samhliða nýsmíði viðgerðar- og breytingarverkefni í stórum stíl þannig að reikna má með að einungis helmingur starfsmanna þeirra starfi að jafnaði við nýsmíði eða ca 290 starfsmenn. Framleiðni í íslenskum skipasmíðaiðnaði er ákaf- lega erfitt að meta og eru menn ekki á eitt sáttir um þá hluti. Heyrst hafa tölur frá 1000 brúttó tonnum (brt.) upp í 2500 brt. á ári. Ekki skal lagt á það mat hér hvað sé rétt í þessum efnum heldur gengið út frá eftirfarandi dæmi. Reiknað er með að heildar smíða- tími á 500 brt. togara séu 165.000 vinnustundir og að meðal starfsár starfsmanna í skipaiðnaði séu 2000 tímar. Miðað við þetta dæmi fara 330 vinnustundir í smíði hverrar brúttólestar og afkastageta hvers starfsmanns er ca. 6,06 brt. á ári og framleiðni 290 starfsmanna er því 1760 brt. miðað við sama tíma. Láta mun nærri að í landinu séu um það bil 35—40 tæknimenntaðir menn á sviði skipasmíði. Þó er ekki nema lítill hluti þessara tæknimanna starfandi við 54
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Saurblað
(74) Saurblað
(75) Band
(76) Band
(77) Kjölur
(78) Framsnið
(79) Kvarði
(80) Litaspjald


Tæknifræðingafélag Íslands

Höfundur
Ár
1981
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
76


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tæknifræðingafélag Íslands
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d

Tengja á þessa síðu: (58) Blaðsíða 54
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d/0/58

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.