loading/hleð
(3) Blaðsíða [3] (3) Blaðsíða [3]
Myndræn samstilling og eftirlíking náttúrunnar er yfir- leitt að finna í eldri list. Hin myndræna samstilling er þar oft hulin bak við náttúrueftirlíkingu. Margir lista- menn tuttugustu aldarinnar leggja áherzlu á að hið mynd- ræna sé svo mikið meginatriði myndlistarinnar, að ekki sé rétt að hylja það bak við eftirlíkingu þess, er við sjá- um. Þrátt fyrir þetta vilja flestir nútímalistamenn sýna eða gefa líf náttúrunni í verkum sínum, en þeir vilja gefa þetta líf með listrænni samstillingu, en ekki með því að afrita hið ytra útlit náttúrunnar. 1 listinni er ekki framför eða framþróun, heldur ekki hnignun og ekki kyrrstaða. Listasagan sýnir hverjum þeim, er vill sjá, að hvert tímabil á sína list, sem er tíðar- andanum samkvæm. í dag erum við ekki að hugsa um, hvort myndlist Assýringa hafi verið „betri“ en list Egypta, eða öfugt. Við gleðjumst aðeins yfir því, að tvær ólíkar þjóðir sýndu okkur þá listrænu hugsun, sem var til og lifði, hjá hverri þjóð á ákveðnu tímabili. Það væri undarlegt, ef listin í dag væri eins og listin var, þegar afar okkar og ömmur voru á bezta skeiði. Listamaðurinn, sem lifir í dag, er barns síns tíma, sem maður og sem listamaður. Ef hann er ekki barn síns tíma (eða komandi tíma — í bezta lagi), hvar á hann þá heima? Gunnlaugur Scheving.


Málverkasýning Benedikts Guðmundssonar

Ár
1944
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
8


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning Benedikts Guðmundssonar
http://baekur.is/bok/dd713352-28a9-4159-a049-da98bd995c98

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða [3]
http://baekur.is/bok/dd713352-28a9-4159-a049-da98bd995c98/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.