loading/hleð
(9) Page 5 (9) Page 5
D útvalið |>að til að verða prýðilegt musteri heilags anda. Hér skein hógværðin, og auðmýktin eða líti- lætið; hér skein blíðlyndið og lyst til að vera með- bræðrum sýnum til gleði. Hann sýndi líka í öllu staðfasta yðni og laungun til að verja vel f»ví pundi, er guð hafði lánað honum. En hvað vil jeg fara að telja fleira af þessu? f)að er nóg að vér vitum að guðs andi leiddi þetta barn, og að þeir sem guðs andi leiðir, þeir eru guðs börn. En er þá ekki gleðilegt til þess að hugsa, að þetta barn er komið til föður síns, og hefur feingið föðurlegar viðtektir? það er komið í þann skólann, hvar guðs barna mennt- unin fullkomnast. Jað er því sannmæli, sem grafið er á skjöld þessarar kistu: „dauðinn er sannarlegur sigur“. Njóttu þá, góða barn! þeirra föðurlegu við- tekta, sem þú hefur nú feingið hjá þínum rétta föð- ur — hjá þínum einasta föður, því allir aðrir feður eru ekkert annað enn lítilsháttar glampar af þínuin himneska föður. Jú ert líka þángað komið, hvar þiun bróðir er; það er sá bróðirinn hjá hverjum all- ir aðrir góðir bræður eru sem skuggar mót líkama þeim sem skyggir; það er sá bróðirinn, sem heitir Jesús Nú gefur trú vor oss það fyrirheit, að vin- irnir og bræðurnir skuli aptur finnast, og að þann fund skuli einginn skilnaður slita. Ó að vér, sem hér syrgjandi eptir stöndum, gætum fyrir guðs náð gjört oss verðuga, eða réttara sagt, hæfilega til að fá síðan komizt í það tignarlega félag, hvar hinn mikli faðir, mikli bróðir og þetta góða barn, já öll góðu börnin eru saman komin og munu saman koma. Látum oss ahlrei gleyma þessari háleitu von, að vér eigum þar allir að finnast, liver á sinuin tima; því sú von uppörfar oss til að verja vel voru pundi, eins og þessi framliðni gjörði, hvort það er


Ræður haldnar við útför skólapilts Friðriks Bjarnasonar Thorarensen.

Author
Year
1848
Language
Icelandic
Keyword
Pages
24


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Ræður haldnar við útför skólapilts Friðriks Bjarnasonar Thorarensen.
http://baekur.is/bok/e602684f-fdef-4a7b-a605-f4d753deedfa

Link to this page: (9) Page 5
http://baekur.is/bok/e602684f-fdef-4a7b-a605-f4d753deedfa/0/9

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.