loading/hleð
(16) Blaðsíða 12 (16) Blaðsíða 12
12 honum segði hugur am, að hjer ætti hann nú, og hjer væri ekki nú — lengi — lausnar að bíða. Og jeg má segja það, eða svo virtist mjer að minnsta kosti, sem hann í þessari eptirbiö dauö- ans — því banalega var það ekki — hefði rósamara og glaðara bragð en jeg þóttist áð- ur hafa sjeð á iionum. Og jeg spyr: Hvað mun nú hafa getað friðað og glatt hans gleöi- firrta hjarta? Sannarlega enginn hlutur í þess- uin heirni, því honum var fyrir löngu horfin öll ánægja af honum. Ó, jeg veit það: 1 þess- ari eptirbið dauðans hefir hugur hans verið hjá hirananna guði, hefir hann fastar enn nokk- urn tfma knúið á dyr guðlegrar miskunnsemi, að hann mætti losast úr hinni hrörlegu líkam- ans tjaldbúð og frelsast til guðs himneska rík- is. Og faðir miskunnsemdanna, sem iieyrir bæn- ir barna sinna og er fús að hugsvala þeim, sem harmþrungnir knýja á hans náðardyr — hefir sent huggun og frið í sálu hans. í*ann- ig þá, huggaður af anda guðlegs friðar, beið hann rósamur sinnar síðustu stundar; og liann, sem lifað hafði í elli sinni svo margar stund- ir stríðsamar, lifði hinar síðustu stríöminni, og hina síðustu allra, andlátsstundina, fjekk hann stríðiausa — bæði fijóta og hæga. Pegar ji'g hugsa um þetta og virði fyrir mjer sumra manna dóma utn hinn framliðna, þá kemur mjer til hug- ar þaö sem sagði einn hinna vitrustu manna og merkustu rithöfunda: „Mannsins síðustu stundu, sagði hann, er að guðs ráði ætlað og geymt að gæta sannieikans; sú stuud er falslaus og


Húsræða yfir Hallgrím prófast Thorlacius að Hrafnagili

Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Húsræða yfir Hallgrím prófast Thorlacius að Hrafnagili
http://baekur.is/bok/e6b5d5c5-ee23-409c-a633-436b363b2bc9

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða 12
http://baekur.is/bok/e6b5d5c5-ee23-409c-a633-436b363b2bc9/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.