loading/hleð
(5) Blaðsíða 1 (5) Blaðsíða 1
LAN DSBO KASAFN Hvað seg-ir ritníng'in? Róm. IV. 3. Rannsakið ritníngarnar, því þar í hugsið þér, að þér liafið eilíft líf, og þessar eru það, sem vitna um mig (sagði Jesús Iíristur). — Jóh. V. 39. En þú halt stöðuglega við það, sem þú heflr num- ið, og ert sannfœrður um, þar eð þú veizt af hverjum þú liefir numið það, og þar eð þér er frá barnœsku kunnug heilög ritníng, sem getur uppfrœtt þig til sálu- hjálpar, (sem fæst) með trúnni á Jesú Kristi. ÖIl hei- lög ritníng er af guði innblásin og nytsöm til lærdóms, til sannfœríngar gegn mótmælum, til leiðréttíngar, til menntunar í ráðvendni, svo guðsmaður sé algjörr, og til alls góðs verks hœfilegur. — 2. Tím. III. 15.—17. J>ví að aldrei hefir nokkur spádómur fram íluttur verið eptir mannsins vild, heldur töluðu þeir heilögu guðs- menn knúðir þar til af heilögum anda, — 2. Pét. I. 21. Um guð föður. Guð situr á hásæti helgidóms síns. Hans hásæti varir að eilífu. Augu hans skoða þjóðirnar. Ilann er guð mikillar miskunar. Hans miskunsemi bregzt ekki. — Sálmar Davíðs. þennan boða eg yður: Guð, sem gjörði heiminn, og allt, sem í honum er; hann, sem er herra himins og jarðar, býr ekki í musterum, sem með höndum eru gjörð, ekki heldur verður honum þjónað með manna- höndum, svo sem þyrfti hann nokkurs við, þar hann sjálfur gefur ölhim líf og andardrátt og sérhvað annað.


Hvað segir ritningin?

Höfundur
Ár
1861
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Hvað segir ritningin?
http://baekur.is/bok/e7fc5281-47a1-4c28-a6f9-f9364d0fc63f

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 1
http://baekur.is/bok/e7fc5281-47a1-4c28-a6f9-f9364d0fc63f/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.