loading/hleð
(5) Blaðsíða 5 (5) Blaðsíða 5
Pilsaþytur - Hvers vegna Kvennalistar? Kvennalistar eru ekki nýir af nálinni hérlendis. Við bæjar- stjómarkosningar 1908 buðu konur fram sér. Þær töldu það bestu leiðina til að “koma konum að”. Þær náðu mjög góðum árangri fyrst í stað. Kvennalisti var boðinn fram til Alþingis árið 1922 en þá komst fyrsta konan á þing. Opinber þátttaka kvenna í stjómmálum var nánast engin. Frá 1922 - 1979 sátu aðeins 12 konur á þingi (alls) sem kjömir alþingismenn og er það miklu lakara hlutfall en hjá hinum Norðurlöndunum. Fjöldi kvenna sætti sig ekki lengur við áhrifaleysið og niðurstaðan varð Kvennaframboð við bæjarstj ómar- kosningar á Akureyri og í Reykjavik 1982. Á sama hátt og í upphafi aldarinnar var tilgangurinn að koma sjónarmiðum og reynslu kvennaað. Kvennalistinn leit dagsins ljós í mars 1983 og bauð fram í þrem- ur kjördæmum: Reykjavík, Reykjanesi og Norðurlandi eystra. Kvennalistinn fékk 3 þingkonur og við það fjölgaði konum á þingi úr 3 í 9 (úr 5% í 15%) Við næstu Alþingiskosningar tvöfaldaðist fylgið og nú eru 6 Kvennalistakonur á þingi. Aldrei hafa þar verið fleiri konur, 14 af 63 þingmönnum eða 22%. Þungur róður er eftir enn. Það að konum fjölgi á þingi er ekki nóg. Fjölgun kvenna í öðmm stjómmálahreyflngum er ekki trygging fyrir bættri stöðu kvenna, enda eiga þær við ramman reip að draga. Áfram mun haldið skref fyrir skref þar til kvenfrelsi ríkir, bæði kynin fá að njóta sín og bömum verður tryggð framtíð friðar og jafnréttis. Við þurfum á þínum stuðningi að halda í næstu kosningum. Hvemig væri að tvöfalda fylgið enn á ný? 5


Frá Kvennalistanum til þín

Ár
1990
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
12


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá Kvennalistanum til þín
http://baekur.is/bok/eb96f92a-878c-4a2d-9818-2f5d63f7d42d

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 5
http://baekur.is/bok/eb96f92a-878c-4a2d-9818-2f5d63f7d42d/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.