loading/hleð
(6) Blaðsíða 6 (6) Blaðsíða 6
Laun þjóðfélagsins - Áhrifkvenna á atvinnustefnuna Hvar væri þjóðfélagið statt án vinnu kvenna, innan og utan heim- ilis? Ráðamenn viðurkenna ekki enn réttmæti kröfunnar um atvinnustefnu sem tekur mið af aðstæðum kvenna og þörfum fjöl- skyldunnar, endurmati á störfum kvenna, lífvænlegum daglaunum, fjölbreytilegri atvinnukostum á landsbyggðinni, sanngjömu fæðingarorlofi, raunhæfum bamabótum, öruggri dagvistun, sam- felldum skóladegi og fleira sem lýtur að bættum hag kvenna og bama. Helsta umræðuefni þjóðarinnar er hvemig skipta eigi fiskunum á milli skipa og landshluta. Fiskvinnslukomunar verða að taka þátt í þeim umræðum og ák\’arðanatöku. Hér verða sjónarmið kverma að koma fram sem og á öðmm sviðum atvinnulífsins. Auðlindir landsins: Fiskimið, jarðvarmi og fallvötn, ásamt hreinu lofti, tæru vatni og ómenguðu umhverfi em nú orðin ómetanleg auðæfi i iðnvæddum heimi. íslendingar em fyrst og fremst matvælaframleiðendur og sérstaða okkar á að byggja á kröfunni um ómengaða framleiðslu sem virðir þol lands og sjávar. Út frá þessum sjónarhóli er stóriðjustcfnan glapræði. Smáfyrir- tæki em skynsamlegri kostur. Þar geta konur sótt fram með áherslu á umhverfxsvemd og mannleg sjónarmið. VEISTU? - að í Qórðu hverri fjölskyldu er bam innan 6 ára aldurs. - að einungis 8% þeirra komast á dagheimili og 30% á leikskóla. - að 90% foreldra 4-5 ára bama vilja koma bömum sínum á leikskóla eða dagheimili. - að 2 af hveijum 3 foreldmm bama yngri en 6 ára finnst stjómvöld standa sig illa gagnvart bamafjölskyldum. - að einungis 1 af hverjum 15 foreldrum er ánægt með frammistöðu stjómvalda í málefnum fjölskyldunnar. VIÐ VERÐUM AÐ BÚA BETUR AÐ BÖRNUM OKKAR 6


Frá Kvennalistanum til þín

Ár
1990
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
12


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá Kvennalistanum til þín
http://baekur.is/bok/eb96f92a-878c-4a2d-9818-2f5d63f7d42d

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða 6
http://baekur.is/bok/eb96f92a-878c-4a2d-9818-2f5d63f7d42d/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.