(8) Blaðsíða 8
Hvad sameinarkonur?
Við teljum að viðhorf og lífssýn kvenna og karla mótist af
hefðbundinni starfsskiptingu þeirra, uppeldi og kynferði. Karlar eiga
stnn reynsluheim þótt lífskjör séu ólík, það er sýnilegur heimur
harðra gilda og samkeppni. í hinum hcirða heimi karlmannsins
virðist oft lítið rými fyrir mannleg samskipti og tilfmningar. Konur
eiga sinn reynsluheim sem einkennist af mjúkum gildum og
samkennd. Sá reynsluheimur hefur verið ósýnilegur og lítils metinn.
Það má deila um hvort hlutskiptið er gjöfuUa, karlar eru ekki síður
heftir af þessari skiptingu en konur.
Ætli kona að hasla sér völl í heimi karla þarf hún að tileinka sér
þá hegðun og hugsun sem þar rikir. Takist henni það er talað um að
konan standi jafnfætis karlinum. Við Kvennalistakonur sækjumst
ekki eftir slíku “jafnrétti". Það felur einungis í sér frelsi til að vera
annars flokks karlar. Störf kvenna, uppeldi og það að konur ala af
sér líf mótar menningu okkar og lífssýn. Jafnrétti eins og hugtakið
er oftast notað í daglegu máli og í lagasetningum er sköpunarverk
karlmannsins - karlmcinns sem hefur reist sér hús til búsetu. Nú
opnar hann dymar og segir við konuna: “Gjörðu svo vel, allt mitt er
þitt, láttu bara eins og þú sért heima hjá þér" Og hvað er það þá sem
hindrar konuna i að finnast hún eiga þama heima og hreiðra um
sig? Hún var hvorki höfð með í ráðum þegar það var teiknað, né réði
herbergjastærð og húsbúnaði. Er furða að hún vilji byggja við? Eða
jafnvel byggja nýtt hús, sem er þá í fyllingu tímans hægt að tengja
húsi karlmannsins.
Kvennapólitísk stefna okkar er að öll mál séu skoðuð út frá
sjónarhóli kvenna og ónotaður viskuforði okkar verði nýttur og
reynsluheimur okkar gerður sýnilegur og metinn til jafns við
reynsluheim kcirla. Þá fyrst geta konur og karlar unnið saman, að
karlar viðurkenni og tileinki sér þennan reynsluheim, á sama hátt
og konur tileinki sér það besta og lífvænlegasta af viðhorfum karla.
8