loading/hleð
(7) Blaðsíða [5] (7) Blaðsíða [5]
Á þessu ári eru 100 ár liðin frá stofnun Listasafns íslands. í tilefni þessara merku tímamóta verður efnt til nokkurra sýninga í salarkynnum safnsins bæði á íslenskri og erlendri myndlist. Þótti vel við eiga að ungir íslenskir listamenn yrðu fyrir valinu á fyrstu sýningu afmælisársins. Fimmtán úr þeirra hópi var boðið að senda sjálfvalin verk til sýningar og tóku því allir nema einn. Hér í safninu getur svo að líta árangurinn, sem er fjölbreyttur, áhugaverður og skemmtilegur. Ýmislegt er sameiginlegt með þessum listamönnum. Þeir eru á svipuðum aldri, hafa flestir stundað nám við Myndlista- og handíðaskólann og síðan framhaldsnám í Hollandi. Þrátt fyrir þetta eru verk þeirra hvert með sínum brag. Viðhorf þeirra til efnisvals og efnismeðferðar eru harla ólík. Sum málverkanna eru full dulúðar og í dimmum litum, létt máluð. Algjör andstæða þeirra eru svo myndir í sterkum leiftrandi glöðum litum, stórar fígúrur á yfirborði myndflatarins, ákveðnar í teikningu og tala beint til áhorfandans. Hér má einnig líta skúlptúra í tré, stein, gler og ýmis önnur efni sem hér er gefið nýtt og óvænt inntak. Sum verkin eru þannig að hin hefðbundnu mörk milli málverks og skúlptúrs eru mjög óljós. Auk þess eru á sýningunni vatnslitamyndir, teikningar og grafík. Listasafninu er mikil ánægja að efna til þessarar lifandi og skemmtilegu sýningar sem gefur góða hugmynd um starf og stefnu listamannanna. Selma Jónsdóttir
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Blaðsíða [17]
(20) Blaðsíða [18]
(21) Blaðsíða [19]
(22) Blaðsíða [20]
(23) Blaðsíða [21]
(24) Blaðsíða [22]
(25) Blaðsíða [23]
(26) Blaðsíða [24]
(27) Blaðsíða [25]
(28) Blaðsíða [26]
(29) Blaðsíða [27]
(30) Blaðsíða [28]
(31) Blaðsíða [29]
(32) Blaðsíða [30]
(33) Blaðsíða [31]
(34) Blaðsíða [32]
(35) Blaðsíða [33]
(36) Blaðsíða [34]
(37) Blaðsíða [35]
(38) Blaðsíða [36]
(39) Kápa
(40) Kápa
(41) Kvarði
(42) Litaspjald


14 listamenn

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 14 listamenn
http://baekur.is/bok/ed6b2490-d347-4fdb-a82b-a0ddec3bbee0

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða [5]
http://baekur.is/bok/ed6b2490-d347-4fdb-a82b-a0ddec3bbee0/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.