loading/hleð
(5) Blaðsíða [3] (5) Blaðsíða [3]
Nína Tryggvadóttir átti glæsilegan listferil. Hún var þó aðeins 55 ára þegar hún lézt. Það er nær 40 ára listferill hennar, sem nú er leitazt við að sýna í sölum Listasafns Islands. Þó að hér séu aðeins sýnd 223 verk Nínu, þá eru þau aðeins hluti af ævi- starfi hennar, en það var bæði fjölbreytt og frjótt. Hér í Listasafninu má líta ýmsa þá tækni, sem Nína notaði við listsköpun sína, en því miður, ekki nærri allar greinar hennar; t. d. var gerð glermynda viss hluti af listferli hennar. Hún kynnti sér tækni miðaldalistamanna í þeim efnum og vann sjálf með glergerðar- mönnum. Málaði hún þá oft í glerið á milli brennslna. Ekki varð því við komið að sýna hér neitt þessara verka, þannig að þau gætu notið sín, til þess eru skilyrði húsrýmis ekki fullnægjandi. Þó vill svo skemmtilega til að þrjár glermyndir eru greyptar inn í glugga Þjóðminjasafnshússins, og gefst því sýn- ingargestum einnig tækifæri til að njóta þeirra. Mósaík er annað þeirra efna, sem Nína vann með, einkum á síðari árum og erum við fslendingar svo heppnir að þrjár slíkar myndir eftir hana eru hér á landi, mjög stórar (monu- mental), en ein í New York. Þó að sýningin hér í Listasafni íslands sé aðeins hluti af verkum Nínu Tryggvadóttur, þá er hún að vissu leyti heil ævisaga, allt frá Þingvallamynd- inni nr. 223 sem hún hlaut verðlaun fyrir í Kvennaskólanum, aðeins 17 ára gömul og fram til eins hennar síðustu verka, sem einnig er Þingvallamynd nr. 51, stór og sérstæð. Á milli þessara tveggja listaverka liggur langur og merkur listferill. Nína var fyrst og fremst listamaður og þess vegna getur hún gert og gerir málverkið að sviði, þar sem litir, form og lína leikast við og þeim er teflt saman. Litur spilar móti lit og form teflir gegn formi, lína leik-


Nína Tryggvadóttir 1913-1968

Ár
1974
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nína Tryggvadóttir 1913-1968
http://baekur.is/bok/ed80a874-26c4-4a8a-a001-e3be05be95b8

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða [3]
http://baekur.is/bok/ed80a874-26c4-4a8a-a001-e3be05be95b8/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.