loading/hleð
(7) Blaðsíða [5] (7) Blaðsíða [5]
Nína Tryggvadóttir er fædd á Seyðisfirði 16. mar2 1913. Fluttist ung að árum til Reykjavíkur og stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hóf listnám hjá Asgrími Jónssyni á árinu 1932 og við einkaskóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem 1933 til 1934. Hún innritaðist við Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1935 og stundaði þar nám fram til ársins 1939, og var kennari hennar Kræsten Iversen. A árunum 1943 til 1945 stundaði hún nám við Art Students League í New York og voru kennarar hennar Fernand Léger og Hans Hoffmann. Nína Tryggvadóttir hélt fyrstu einkasýningu sína í Reykjavík 1942 og margar eftir það víðs vegar um heim, var t. d. boðið að halda sýningu í New Art Circle í New York 1945 og sýndi síðar m. a. í Listamannaskálanum í Reykjavík 1946, Galerie Collette Allendy í París 1953, Galerie Aujourd’hui í Palais des Beaux-Arts í Brússel 1955, Galerie Birch í Kaupmannahöfn 1955, Galerie Parnass í Wupper- tal í Þýzkalandi 1958, Institute of Contemporary Arts í London 1958, Drian Gallery í London 1959, Rose Fried Gallery í New York 1963, K. B. Galleri í Osló 1963. Félag íslenzkra myndlistarmanna hélt yfirlitssýningu á verkum hennar í Listamannaskálanum 1963 í tilefni af fimmtugsafmæli hennar. Nína Tryggvadóttir tók þátt í fjölmörgum samsýningum á listferli sínum bæði hér heima og erlendis. Má m. a. nefna Den Frie í Kaupmannahöfn 1938, 'Septem- bersýningarnar 1947 og 1952, Salon des Réalités Nouvelles 1953 —1956, Expo- sizione d’Arte Internazionale í Róm 1955, „Artistes Etranger en France" í Petit Palais í París 1955, „Comparaisons" í Musée d’Art Moderne í París 1955, „Les Arts en France et dans le Monde" í Musée d’Art Moderne í París 1956, „Collages", International Exhibition, Rose Fried Gallery í New York 1956, „Painting and Sculpture Acquisition" í Museum of Modern Art í New York 1961, auk þess í samsýningum Norræna Listbandalagsins, og í samsýningum Félags íslenzkra mynd- listarmanna. Verk eftir Nínu Tryggvadóttur eru í mörgum einkasöfnum og opinberum lista- söfnum víðs vegar um heim, til að mynda í The Museum of Modern Art í New York, Musée d’Art et d’Industrie í Saint-Etienne í F'rakklandi, Suermondt Museum í Aachen í Þýzkalandi, Listasafninu í Elath í Israel og Listasafni Islands. Nína Tryggvadóttir lézt í New York 18. júní 1968.


Nína Tryggvadóttir 1913-1968

Ár
1974
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nína Tryggvadóttir 1913-1968
http://baekur.is/bok/ed80a874-26c4-4a8a-a001-e3be05be95b8

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða [5]
http://baekur.is/bok/ed80a874-26c4-4a8a-a001-e3be05be95b8/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.