loading/hleð
(15) Blaðsíða 13 (15) Blaðsíða 13
kröfur um, að launavinnandi konur ættu rétt á fæðingarorlofi án þess að laun þeirra væru skert. í lögunum um Almannatryggingar frá 1946 voru ákvæði um bamalífeyri, sem greiða skyldi öryrkjum, ellilífeyrisþegum og ekkjum. Það sjónarmið, að gift kona sé á framfæri manns síns gengur eins og rauður þráður í gegnum lögin frá 1946. Þar er ákvæði um fæðingarstyrk fyrir allar mæður og nokkra viðbót fengu konur, sem lögðu niður launaða vinnu, en gift kona því aðeins, að eiginmaðurinn gætí ekki séð henni farborða. Sama giltí um sjúkradagpeninga. Bamalífeyrir var greiddur ef bam áttí ekki vinnufæran föður á lífi, en væri bamið móðurlaust kom til greina að veita föður þess nokkra hjálp, ef hann gat ekki séð fyrir fjölskyldunni.Engu að síður fengu konur ýmsar réttarbætur 1946 og aukið afkomuöryggi. Þó voru felld niður ákvæði um mæðralaun, þ.e. viðurkenning á vinnu einstæðrar móður, sem hefur fyrir bömum að sjá. Árið 1951 var lögunum breytt og fæðingarstyrkur náði nú tíl allra jafnt. Stðar, þegar fjölskyldumyndin var tekin að breytast, varð tíl harla einkennilegt orðalag, t.d. í breytíngum 1963: Tryggingaráð getur ákveðið að greiða ekkli allt að fullum bamalífeyri, "ef fráfall eiginkonu veldur tílfinnanlegri röskun á afkomu hans." 57) Alþýðusambandið tók lítíð á þessu hagsmunamáli kvenna ef frá em talin þing þess 1958 og 1960. Áskoranir þess tíl stéttarfélaga um kiöfur til fasðingarorlofs bám lftinn árangur. Einungis tvö stéttarfélög, bæði í Reykjavík, fengu fram kröfuna um fæðingarorlof. Það er ljóst, að þessar kröfur hafa ekki verið efstar á lista hagsmunamála á þessum ámm. Úr því að umtalsverðar efnahagslegar byrðar vom lagðar á vinnuveitandann vegna fæðingarorlofs, hljóta konur að hafa verið óæskilegri starfsmenn en karlar frá sjónarmiði vinnuveitandans. Þess vegna var það sízt til hagsbóta fyrir konur að þrýsta á hann um ákvarðanir um fæðingaroriof. Það var fullljóst, að löggjafinn varð að leysa vandamálið. Á sjöunda áratug var mikil eftírspum eftir vinnuafli og þátttaka kvenna á vinnumarkaði jókst ört. Árið 1968 fengu 24.800 konur yfir 25.000 króna árslaun. Þær konur, sem þá höfðu rétt til fæðingarorlofs vom rúmlega 2000. Því var það afar þýðingarmikið stómm hópi kvenna, að þetta mikla hagsmunamál kæmist f höfn. Þegar komið er fram um 1970 fengu mörg af þeim málum, sem lengi hafði verið barizt fyrir, nýjan byr í kjölfar þeirrar bylgju frelsis og uppreisnar gegn rfkjandi ástandi, sem gekk yfir Vesturlönd í lok sjöunda áratugar. Konur urðu meðvitaðri um stöðu sína og misræmi milli raunvemleikans og þess sem þær óskuðu sér. Núgildandi lög um Almannatryggingar era frá 1971. 58) Við gerð þeirra laga var tekið mið af ýmsum gmndvallaratriðum í tillögum KRFÍ um tryggingamál. Þar með


Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld
http://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a

Tengja á þessa síðu: (15) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a/0/15

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.