
(12) Blaðsíða 10
MARTIN J. HEADE (1819—1904). Áköf óst á náttúrunni og óþreytandi áhugi á
margbreytileik Ijóssins voru uppspretturnar að list Heades. Hann ferðaðist víðsvegar
um Bandaríkin, Evrópu og Suður-Ameríku í leit að viðfangsefnum sínum; eirðarlaus
og frumlegur andi. List hans er einkennandi fyrir síðustu ár hins rómantíska tímabils í
iistasögu Bandaríkjanna, sem síðan blandaðist tveimur straumum birtustefnunnar (lúmin-
ismans) og náttúrustefnunnar (natúralismans).
12. Cherokee-rósir. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Hœverskur stíll, lítil umgjörð viðfangsefnisins,
djúp og skáldleg tilfinning, öll þessi megineinkenni Heades sem listamanns koma skýrt og
ótvírœtt í Ijós í þessari uppstillingu hans.
IV. HLUTLÆG RAUNSÆISSTEFNA
WINSLOW HOMER (1836—1910). Homer stendur einna fremst þeirra listamanna,
sem á síðari helming 19. aldarinnar aðhylltust stefnu hins hlutlœga raunsœis (objektiv
realism). Takmark hans var könnun Ijóssins, sem fyrirbœris í eðli náttúrunnar, og um
leið endurvakning í túlkun á fegurð hennar og hins daglega lífs. Einn hópur bandarískra
málara komst í kynni við þessi stefnumið, er þeir stunduðu nám í Frakklandi, fyrst af
kynnum sínum við Barbizon-málarana, en síðar fyrir áhrif frá impressjónistunum.
Annar flokkur amerískra listmálara, þar á meðal Homer, sem var einn af leiðtogum
þessarar hreyfingar, varð kyrr heima. Þeir hurfu frá hinum hlýja og rökkurkennda
litastiga rómantíska tímabilsins og komu sér niður á allt annan og ólíkan stíl í mynd-
um sínum. Homer var fœddur í Boston, bjó í New York fyrri hluta œvinnar, en eftir
1882 bjó hann í nœrri algerri einangrun og einveru á eyðilegum stað við ströndina
í Maine.
13. Brugðið. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Vatnslitir.
14. Drengur að tína epli. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Myndin er máluð árið 1866. Þótt
málverkið sé gert þegar Homer var fyrst að hefja fyrir alvöru rannsóknir sínar á gildi Ijóss-
ins, þá tekst honum hér að túlka víðfeðman einfaldleika og náið, nœmt samband hlutanna.
15. Bátsferð uppi í Adirondackfjöllum. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Vatnslitamynd, máluð
1892. Óbyggðirnar og frumbyggðirnar voru viðfangsefni, sem Homer var mjög að skapi. I
þessum myndum sínum gerði hann baráttu frumbýlingsins við óblíð kjör náttúrunnar að
ógleymanlegu œvintýri. Þessi vatnslitamynd, sem er máluð á síðari árum listamannsins, sýnir
vel hina dimmu, sterku og ómmiklu tóna í litum hans. Um þetta leyti komst enginn annar
til jafns við hann í meðferð þessara fersku, fljótandi og þrumandi dimmu litatóna.
EASTMAN JOHNSON (1824—1906). Enda þótt Johnson jafnaðist ekki á við Homer
í túlkun sinni, þá hafði hann áhuga á mjög svipuðum viðfangsefnum. Litastigi hans
var einnig hlýr og fremur dimmur, andstœtt svölum og björtum litum þeirra málara,
sem mest létu að sér kveða í París um þessar mundir. Hann hafði mikla ást á náttúr-
unni og sveitalífinu, valdi viðfangsefnin úr daglega lífinu í kring um sig og túlkaði
þau af alúð og með skörpu auga.
16. Lincoln sem drengur (teikning). (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Lincoln fœddist í fátœkt í frum-
býlingskoti og var að mestu leyti sjálfmenntaður. Er önnum dagsins var lokið settist hann
10
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Kápa
(32) Kápa
(33) Kvarði
(34) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Kápa
(32) Kápa
(33) Kvarði
(34) Litaspjald