loading/hleð
(12) Blaðsíða 10 (12) Blaðsíða 10
MARTIN J. HEADE (1819—1904). Áköf óst á náttúrunni og óþreytandi áhugi á margbreytileik Ijóssins voru uppspretturnar að list Heades. Hann ferðaðist víðsvegar um Bandaríkin, Evrópu og Suður-Ameríku í leit að viðfangsefnum sínum; eirðarlaus og frumlegur andi. List hans er einkennandi fyrir síðustu ár hins rómantíska tímabils í iistasögu Bandaríkjanna, sem síðan blandaðist tveimur straumum birtustefnunnar (lúmin- ismans) og náttúrustefnunnar (natúralismans). 12. Cherokee-rósir. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Hœverskur stíll, lítil umgjörð viðfangsefnisins, djúp og skáldleg tilfinning, öll þessi megineinkenni Heades sem listamanns koma skýrt og ótvírœtt í Ijós í þessari uppstillingu hans. IV. HLUTLÆG RAUNSÆISSTEFNA WINSLOW HOMER (1836—1910). Homer stendur einna fremst þeirra listamanna, sem á síðari helming 19. aldarinnar aðhylltust stefnu hins hlutlœga raunsœis (objektiv realism). Takmark hans var könnun Ijóssins, sem fyrirbœris í eðli náttúrunnar, og um leið endurvakning í túlkun á fegurð hennar og hins daglega lífs. Einn hópur bandarískra málara komst í kynni við þessi stefnumið, er þeir stunduðu nám í Frakklandi, fyrst af kynnum sínum við Barbizon-málarana, en síðar fyrir áhrif frá impressjónistunum. Annar flokkur amerískra listmálara, þar á meðal Homer, sem var einn af leiðtogum þessarar hreyfingar, varð kyrr heima. Þeir hurfu frá hinum hlýja og rökkurkennda litastiga rómantíska tímabilsins og komu sér niður á allt annan og ólíkan stíl í mynd- um sínum. Homer var fœddur í Boston, bjó í New York fyrri hluta œvinnar, en eftir 1882 bjó hann í nœrri algerri einangrun og einveru á eyðilegum stað við ströndina í Maine. 13. Brugðið. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Vatnslitir. 14. Drengur að tína epli. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Myndin er máluð árið 1866. Þótt málverkið sé gert þegar Homer var fyrst að hefja fyrir alvöru rannsóknir sínar á gildi Ijóss- ins, þá tekst honum hér að túlka víðfeðman einfaldleika og náið, nœmt samband hlutanna. 15. Bátsferð uppi í Adirondackfjöllum. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Vatnslitamynd, máluð 1892. Óbyggðirnar og frumbyggðirnar voru viðfangsefni, sem Homer var mjög að skapi. I þessum myndum sínum gerði hann baráttu frumbýlingsins við óblíð kjör náttúrunnar að ógleymanlegu œvintýri. Þessi vatnslitamynd, sem er máluð á síðari árum listamannsins, sýnir vel hina dimmu, sterku og ómmiklu tóna í litum hans. Um þetta leyti komst enginn annar til jafns við hann í meðferð þessara fersku, fljótandi og þrumandi dimmu litatóna. EASTMAN JOHNSON (1824—1906). Enda þótt Johnson jafnaðist ekki á við Homer í túlkun sinni, þá hafði hann áhuga á mjög svipuðum viðfangsefnum. Litastigi hans var einnig hlýr og fremur dimmur, andstœtt svölum og björtum litum þeirra málara, sem mest létu að sér kveða í París um þessar mundir. Hann hafði mikla ást á náttúr- unni og sveitalífinu, valdi viðfangsefnin úr daglega lífinu í kring um sig og túlkaði þau af alúð og með skörpu auga. 16. Lincoln sem drengur (teikning). (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Lincoln fœddist í fátœkt í frum- býlingskoti og var að mestu leyti sjálfmenntaður. Er önnum dagsins var lokið settist hann 10


Málverkasýning

Höfundur
Ár
1959
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.