loading/hleð
(14) Blaðsíða 12 (14) Blaðsíða 12
við arineldinn og las við bjarmann af honum. Þessi teikning er „stúdía" að olíumynd af sama viðfangsefni. THOMAS EAKINS (1844—1916). Eakins var fœddur í Fíladelfíu, þar sem hann dvaldi nœstum alla œvi að undanteknu stuttu tímabili, er hann var við nám í París og á Spáni. Hann stendur einna fremst í flokki raunsœismanna síns tíma og hafði mikil áhrif sem kennari við Listaakademíuna í Fíladelfíu. 17. A veiðum. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Málverkið er líklega málað árið 1874. Þetta er lítið en þó gott dœmi um reisnina í stíl Eakins. Eins og Homer fékkst hann fyrst og fremst við að túlka áhrif Ijóssins, en með hinum hlýju og rökkurkenndu litum, sem skilja ameríska lúminismann frá franska impresjónismanum. 18. Safnarinn. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Málað árið 1900. Eakins var vanur að segja við nemendur sína, að maður œtti að geta dœmt um persónuleika einstaklingsins með því að sjá aðeins hönd hans eða fót. Hendur (gerðar til þess að annast seinlega leit innan um mikið af blöðum og skjölum) og fœtur (orðnar vanar því að ganga hœgt um hljóða sali safnsins) þessa gamla manns eru ágœtt dœmi um sterka skynjun Eakins á persónuleika ein- staklingsins. V. IMPRESJÓNISMINN Um líkt leyti og málarar raunsœisstefnunnar voru að störfum, var annar hópur amerískra málara við nám í Frakklandi og tileinkuðu þeir sér einkum hina björtu og skœru liti frönsku impresiónistanna. JOHN SINGER SARGENT (1856—1925). Sargent naut mikillar hylli, sem á þeim árum byggðist fyrst og fremst á snilldar vel gerðum mannamyndum hans. En hann hafði einnig mikinn áhuga á málun landslagsmynda, sem einkum beindust að því að túlka litbrigði og áhrif Ijóssins. Slíkar myndir málaði hann aðallega sjálfum sér til áncegju og hvíldar frá mannamyndunum, en hann var mjög eftirsóttur mannamynda- málari. 19. Engi og lœkur. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Olíumálverk málað einhverntíman á árunum 1880—'90. Sargent gaf vinum sínum, sem einnig voru listamenn, margar af landslagsmyndum sínum. Þessi mynd er árituð: „a mon ami Degas". CHILDE HASSAM (1859—1935). Hassam var þegar búinn að ná fullum þroska sem mjög nœmur og sérstœður listamaður, er hann árið 1886, þá 27 ára að aldri, hélt til Parísar og varð þar fyrir miklum áhrifum af Monet. 20. Place Centrale og Fort Cabanas: Havana, Kúbu. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Myndin er máluð árið 1895. Það virtist vera rík tilhneiging hjá amerískum málurum, sem aðhylltust Monet, að túlka impresjónismann með dempuðum en jafnframt skrautlegum litum. 12


Málverkasýning

Höfundur
Ár
1959
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5

Tengja á þessa síðu: (14) Blaðsíða 12
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5/0/14

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.