loading/hleð
(18) Blaðsíða 16 (18) Blaðsíða 16
litum. Hann málaði jöfnum höndum með olíu- og vatnslitum, og eins og Homer náði hann miklum árangri í meðferð sinni á vatnslitunum. List hans er í eðli sínu rismikið og dramatískt Ijóð um undur og fegurð náttúrunnar. Fyrirmyndir sínar fann hann einkum við ströndina í Maine (þar sem Winslow Homer hafði málað margar myndir sínar), í eyðimörkinni í Nýja Mexikó og loks í New Yorkborg. 24. Skonnortan. (Eigandi: Lawrence A. Fieischman). Vatnslitir, myndin máluð árið 1912. 25. Nálœgt Santa Fe, Nýja Mexíkó. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Myndin máluð árið 1929. Upphafið að sérhverri mynd Marins eru œvinlega einhver sérstök áhrif úr ríki náttúrunnar. Hér er það blossandi hiti og þurrkur sólarinnar í eyðimörkinni, sem hefur gripið hug hans. 26. Hreyfing á götunni í NewYork. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Myndin er máluð árið 1931. Hávaðinn, þysið og demónískur kraftur stórborgarinnar hreif Marin mjög. Hann var hugfanginn af borginni og málaði margar og ólíkar myndir þaðan, en ávallt lagði hann höfuðáherzlu á þrumandi hreyfingu og ys borgarlífsins. 27. Alpahérað, New Jersey. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Náttúran er form: I verkum Marins er lífinu lýst í formum. 28. Sjávarmynd. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Myndin er máluð árið 1951, þegar lista- maðurinn var orðinn hér um bil áttrœður. Sýnir myndin vel hinn furðulega kraft og skarp- skyggni, sem var einkennandi fyrir síðasta tímabil Marins. MAURICE B. PRENDERGAST (1859-1924). Prendergast var gœflyndari og ekki eins œvintýralegur persónuleiki og Marin. Athygli hans beindist fyrst og fremst að form- inu og hreinni „dekórasjón", en úr þessu skapar hann mjög lýriskan, persónulegan stíl. 29. Siena. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Myndin er máluð árið 1900. ARTHUR G. DOVE (1880—1946). Frá því um árið 1910 og allt til dauðadags var Dove einn helzti forvígismaður abstraktlistarinnar í Bandaríkjunum. Hann byggði list sína á ákveðnum fyrirbrigðum í náttúrunni, stórum og smáum, svo sem geislum sólar- innar, skýjunum, tunglskininu, formum trjánna. Takmark hans var að túlka svipbrigði og skaplyndi náttúrunnar, ef svo mœtti segja, með hástílfœrðum litum og hreyfingum. 30. Lloyds-höfn. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Málað árið 1941. Þetta málverk tilheyrir því tímabili Doves, er hann túlkar áhrifin frá náttúrunni í mjög grunnu rúmi; litirnir fremur kaldir og formið mótað skörpum línum. LOUIS MICHEL EILSHEMIUS (1864—1941). Eilshemius má teljast mjög merkur full- trúi þeirra listamanna fyrri hluta 20. aldarinnar, sem létu tilfinningar sínar og hug- sýnir ráða mestu í lausn þeirra vandamála, er snerta liti og blœbrigði. 31. ViS ströndina. (Eigandi: ListasafniS í Detroit). Myndin er máluð áriS 1909. MARSDEN HARTLEY (1877—1943). Hartley var einn mesti snillingur sinnar kynslóðar í meðferð lita. Stórir, ákveðnir fletir í skœrum höfuðlitum, þunginn og valdið, sem birtist í myndum hans, Ijœr þeim mjög sterkan og persónulegan stíl. 32. Svört önd nr. 1. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Myndin er máluð árið 1941 og er ein af mörgum í flokki svipaðra uppstillinga. 33. Sjálfsmynd (teikning). (Eigandi: Listasafnið í Detroit). 16


Málverkasýning

Höfundur
Ár
1959
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5

Tengja á þessa síðu: (18) Blaðsíða 16
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5/0/18

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.