loading/hleð
(20) Blaðsíða 18 (20) Blaðsíða 18
CHARLES DEMUTH (1883—1935). GleSi og fjölbreytni í litum, þegar þeir höfðu verið leystir úr viðjum hefðbundinnar túlkunar ó raunveruleikanum, og sköpun stíl- fœrðra forma, var takmark heillar kynslóðar listmálara á fyrri hluta 20. aldarinnar. Demuth tókst að ná þessu takmarki með óvenju fíngerðri túlkun í litum og línum. Stíll hans einkenndist jafnframt af kímni, hárfínum og léttum línum og litum, sem virðast gœddir fínleika eggjaskurnarinnar. 34. A leiksviðinu. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). 35. Bygging. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Olíumynd, máluð árið 1931. Demuth var einn af þeim fyrstu, sem túlkaði abstrakt form, eins og þau birtast í iðnaðar-arkitektúr nútímans. Verk hans, eins og myndir Sheelers (sjá nr. 36) opnuðu augu margra listmálara fyrir þeirri óþýðu fegurð, sem oft má finna í verkfrœði og tœkni vorra tíma. CHARLES SHEELER (fœddur 1883). Áhugi Sheelers á stílfcerðum formum fcerðist í aukana er hann kynntist kúbistunum í París fyrir heimsstyrjöldina 1914—1918. En hann er jafnframt einn af listfengustu Ijósmyndurum vorum, og áhugi hans fyrir Ijósmyndun hefur án efa átt sinn þátt í því að hann fann aftur meðfceddan áhuga sinn á því, sem raunverulegt er. Á árunum eftir 1920 gerðist hann einn af helztu túlkendum þeirrar fegurðar, sem finna má í heimi nútíma tœkninnar. Reisnin og formin í ýmsum stórum, verklegum framkvœmdum, nákvcemnin og fínleikinn í línum vélanna, þetta greip hug hans mjög föstum tökum. 36. Klassískt landslag. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Vatnslitamynd, máluð árið 1928. Þetta er ein af stórum flokki mynda, sem hann málaði af Fordverksmiðjunum við River Rouge. Fjórum árum síðar endurtók hann sömu myndbygginguna í olíulitum. Sú mynd er talsvert stœrri og er nú í eigu frú Edsel B. Ford í Detroit. MAX WEBER (fceddur 1881). Weber var við nám í París nokkuð eftir aldamót og komst þá í náin kynni við fauvistana og kúbistana. Hefur hann síðan haft mikið dálœti á stílfœrðum tilraunum ýmiskonar, sem á löngum og fjölbreytilegum starfsferli hafa borið hinn merkasta árangur. Þetta sýnishorn er eitt af áhrifaríkustu verkum Webers. 37. Aköllun. (Eigandi: Arthur Fleischman). KARL KNATHS (fœddur 1891). Mestan hluta cevi sinnar hefur Knaths búið í litla sjávarþorpinu Provincetown yzt á nesi því, er nefnist Cape Cod. Hann hefur lifað nokkuð einangruðu lífi, og á sama hátt er list hans fremur einangruð. Einkennast myndir hans aðallega af sérstceðum Ijósbrigðum, tígulegum litum og alvarlegri lýrik. 38. Sólblóm. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Myndin er máluð í kring um 1940. JOHN SLOAN (1871—1951). Hinn raunscei þáttur amerískrar málaralistar hélt áfram að þróast samhliða þeirri hreyfingu, sem beindist að því að skapa stílfcerða og abstrakta tjáningu. John Sloan var einn þessara raunsœisstefnumanna, og lífið í New Yorkborg var eitt höfuðverkefnið í myndum hans. 39. Barinn hans McSorleys. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Máluð árið 1912. Hlýjan og kímnin í raunsœi Sloans kemur sérstaklega vel fram í þessu kunna verki hans. Meðal raunsœis- mannanna í New York gœtti töluverðrar andúðar á Ijósum og háspenntum litum impresjónist- 18


Málverkasýning

Höfundur
Ár
1959
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5

Tengja á þessa síðu: (20) Blaðsíða 18
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5/0/20

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.