loading/hleð
(21) Blaðsíða 19 (21) Blaðsíða 19
anna. Þeir tileinkuðu sér hlýja og djúpa litatóna og héldu þar með við þeirri stefnu í notkun lita, sem Eakins var upphafsmaður að. JEROME MYERS (1867—1940). Myers var samtíSa Sloan og valdi sér einnig við- fangsefni fró götunum í New York og heimilum fátœkra, en þunn slœða skáldlegs hugarflugs umbreytir raunsœjum viðfangsefnum hans í viðkvœmar hugsýnir. 40. Leikhús barnanna. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). WILLIAM GLACKENS (1870—1938). Glackens fékkst mikið við að gera myndskreyt- ingar, sem þóttu einkennast af kímni og fíngerðum töfrum. Sömu eiginleikarnir komu einnig skýrt fram í málverkum hans, sem flytja áhorfandanum boðskap um birtu, sólskin, yl og gleði. 41. East River séð frá Brooklyn. (Eigandi: William J. Poplack). Máluð árið 1902. EDWARD HOPPER (fœddur 1882). Kalt raunsœi Homers, sem hann túlkaði með svipbrigðum birtunnar og litanna, á sér djúpar rœtur í þjóðareðli voru. Þessi eigin- leiki virðist hafa lifað af þann glundroða, sem fylgt hefur hinni heiftarlegu baráttu millum ólíkra stefnumiða í málaralist vorra tíma. Hopper, sem er mjög íhugull í verkum sínum og fer sér hœgt, er eigi að síður mjög áhrifaríkur og sjálfstœður málari, þótt hann virðist dálítið klunnalegur á stundum. Hann nýtur geysimikils álits meðal lista- manna í Bandaríkjunum. 42. Gangstéttir í New York. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Þessi mynd er máluð kring um 1924 og er eitt af fyrri verkum málarans, en list hans þróaðist mjög hœgt og hann var kominn yfir fertugsaldur, er hann fyrst fann sjálfan sig. Grá, tilbreytingarlaus, auð strœtin í útjöðrum stórborgarinnar hafa hrifið hann á svipaðan hátt og götulífið í París hreif frönsku impresjón- istana. Þau voru raunveruleg, höfðu sín sérkenni, og í augum Hoppers hafa þau þar af leiðandi listrœnt gildi. 43. íbúðarhús við Manhattanbrúna. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Vatnslitir; myndin máluð árið 1926. Hopper lítur svo á að hús og hverskonar byggingar eigi sitt eigið hljóða og sjálfstœða líf, sem eigi frekar sé skylt lífi þeirra, sem í þeim búa. GEORGE BELLOWS (1882—1925). Bellows var einnig raunsœismaður, sem gerði New Yorkborg og iðandi líf hennar að viðfangsefni sínu. Hann hafði mikla og einlœga ánœgju af að íhuga og skoða litríkt og síkvikt lífið í kring um sig. Hann málaði myndir sínar oft af miklum hraða og stundum óvandvirknislega, en ávallt af miklum krafti og hrifningu. 44. Dagur í júní. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Myndin er gerð árið 1913 og er frá skemmti- garðinum Central Park í New York. 19


Málverkasýning

Höfundur
Ár
1959
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða 19
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.