loading/hleð
(22) Blaðsíða 20 (22) Blaðsíða 20
VIII. 20. ÖLDIN: ÖNNUR KYNSLÓÐIN Málarar þeir, sem komust til frama og álits á árunum eftir 1930 mynda mjög marg- breytilegan hóp. Tiu árum áður var stílfœringin og abstrakt-áhrifin efst í huga yngri málara. Ný alda raunsceis skall nú yfir, og gekk hún undir herópinu „ameríska sjónar- sviðið" (the American scene). Þegar líða fór að styrjöldinni síðari, var samt aftur farið að bera mjög á abstrakt-áhrifunum, og voru ungir og mjög efnilegir málarar, sem nýverið höfðu bœzt í hópinn, helztu forvígismenn þeirrar stefnu. REGINALD MARSH (1898—1954). Strcetin og mannþröngin í New York, rónarnir og einstœðingarnir niður í Bowery-hverfinu, snotrar, ungar búðarstúlkur uppi á 14. götu, fólkið, sem var að baða sig á ströndinni við Coney Island, þetta hreif hug Marsh allt hans líf. Hann skorti mýktina, sem fram kemur í verkum Bellows (oft og einatt var Marsh þunglyndur og bitur í túlkun sinni), en eigi að síður tók hann á margan hátt við af fyrirrennara sínum, sem málari er sótti viðfangsefni sín í lífið í stórborginni. 45. Augun prófuð. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Vatnslitamynd máluð árið 1944. CHARLES BURCHFIELD (fœddur 1893). List Burchfields, sem er bœði gœdd sterku raunsœi og ríku ímyndunarafli, byggist ncerri algjörlega á hinni djúpu og dulrcenu ást, sem hann ber til þess umhverfis og þess landshluta, er hann ólst upp í. Nœrri allt sitt líf bjó hann uppi í sveit í Ohioríki, þar sem landslag er fallegt en ekki stórbrotið, eða nálœgt iðnaðarborgunum bœði í Ohio og vesturhluta New Yorkríkis. A veturna er himininn grár og drungalegur í þessum hluta landsins, en á sumrin logar hann af geislum og hita sólarinnar. Þetta er ekki beinlínis fagurt landslag, en það býr yfir sérstceðum og ákveðnum eiginleikum, og upp úr þeim hefur Burchfield skapað list sína. 46. Leysingarvatn í marz. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Vatnslitamynd, máluð 1917. 47. Nátthaukar í Ijósaskiptunum. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Vatnslitamynd, máluð 1954. Burchfield hefur jafnan tekizt að nota vatnsliti sína á mjög áhrifaríkan hátt. Síðan í lok styrjaldarinnar hefur list hans orðið óhlutlœgari og yfir myndum hans hvílir meiri innri birta og orka. FRANKLIN WATKINS (fœddur 1894). Watkins er snillingur í stílfœrslu og auk þess mjög nœmur og skynugur málari. Hann er einnig hér um bil sá eini meðal nútíma- málara í Ameríku, sem hefur gert athugun og túlkun á persónuleika mannanna að viðfangsefni sínu. Mannamyndir hans eru einstaklega frumleg lýsing á þeim tímum, sem vér lifum á. Þcer vekja athygli vora bceði sem málverk og sem umsögn um mann- inn og sál hans. Watkins telst fremstur í flokki málara, sem aðsetur hafa í borginni Fíladelfíu um þessar mundir. 48. Sjálfsmynd. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Máluð árið 1955. 49. Sólskinsmorgunn. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Máluð árið 1956. Watkins er einnig frœgur í Bandaríkjunum fyrir sérstaklega frumlegar myndir af uppstillingum (stilleben). Hér hefur hann tekið fyrir viðfangsefni, sem ekki hefur sést í formi uppstillingar síðan 17. aldar 20


Málverkasýning

Höfundur
Ár
1959
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5

Tengja á þessa síðu: (22) Blaðsíða 20
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5/0/22

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.