loading/hleð
(25) Blaðsíða 23 (25) Blaðsíða 23
meS þeim myndir, sem fólu í sér hlýju og kceti. SíSari verk hans eru algjörlega abstrakt í eSli sínu. Davis starfar nú í New York. 56. I Ijósaskiptum sumarsins. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Olía, málað árið 1931. MARK TOBEY (fœddur áriS 1890). Tobey er elztur þeirra málara, sem á undan- förnum árum hafa sezt aS í ríkjunum Washington og Oregon á Kyrrahafsströnd Banda- ríkjanna, en þar er nú mikil gróska í öllu listalífi. Hann bjó í mörg ár í New York, Lundúnum, París og í Austurlöndum, áSur en hann settist aS í borginni Seattle áriS 1939. Hann hefur orSiS fyrir sterkum áhrifum bœSi frá evrópískri abstraktlist og austur- lenzkri list, en hefur skapaS mjög sjálfstœSan og persónulegan stíl, sem líkist oft einskonar burstaskrift. Stundum hefur hann veriS nefndur „hvítlínu-stíllinn". Yfir þessum stíl hvílir mjög sérstœS tign og glœsileiki. A s.l. ári hlaut Tobey hin eftirsóttu Feneyja- verSIaun í málaralist. 57. Gata í San Francisco. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Myndin er máluð árið 1941. Þetta verk er einkar gott dœmi um ákveðið tímabil í „hvítlínu-stíl'7 Tobeys. Hin eðlilegu form birtast og hverfa aftur í endalausu kviki og hreyfingu umhverfisins. Síðari verk hans túlka aðeins dans litanna og hreyfingarinnar. ZOLTAN SEPESHY (fœddur áriS 1898). Sepeshy fluttist til Bandaríkjanna frá Ung- verjalandi áriS 1921. Hann stjórnar nú Cranbrook listaskólanum nálœgt Detroit. Arið 1941 ritaði hann sjálfur um heimspeki sína, og sagði þá m. a.: „I Evrópu ólst ég upp við þann hugsunarhátt, sem mjög var ríkjandi á árunum fyrir styrjöldina, að þjóðleg list œtti sín eigin sérstœðu viðfangsefni og form, sem ekkert cettu skylt við þá hluti og það starf, sem einkennir daglegt líf alls fjölda fólks. A þroskaárum mínum hér í landi þokaði þessi úrelta hefð smám saman fyrir hinu ameríska fjöri og þrótti. Eg er nú þeirrar skoðunar að listrœn reynsla og áhrif séu ekki neitt sérstaklega dularfull eða annars heims í eðli sínu, og aðeins nokkrir útvaldir eigi þess kost að njóta þeirra til fulls, heldur sé listin engu síður tœki til þess að túlka hina hversdagslegustu og jafnvel þungbœrustu reynslu hvers og eins. ... I innsta eðli sínu er listin ummyndun lífsins yfir í áœgjulegri og meira fullncegjandi form". 58. Sól og vatn. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Myndin er máluð árið 1945. LEE GATCH (fœddur árið 1902). Skömmu fyrir heimsstyrjöldina síðari bœttust margir dugandi listamenn í hóp þeirra, sem börðust fyrir framgangi abstraktlistarinnar, og er Gatch einn hinn merkasti þeirra. Stíll hans er bœði ncemur og hljóður, en jafnframt ferskur og lýrískur í eðli sínu. Hann býr nú og starfar í bcenum Lumberville í Pennsylvaníu. 59. Ránfuglinn.(Eigandi: Listasafnið í Detroit). 23


Málverkasýning

Höfundur
Ár
1959
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5

Tengja á þessa síðu: (25) Blaðsíða 23
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5/0/25

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.