loading/hleð
(28) Blaðsíða 26 (28) Blaðsíða 26
hafa mjög ó listafrœgð ríkjanna Oregon og Washington undanfarin ór. Hann hefur orðið fyrir sterkum áhrifum af list Austurlanda, bœði formi hennar og dulúð. Graves hefur tekizt að skapa mjög sérstœtt listform, sem er bœði skrautlegt og fullkomlega huglœgt. 63. Silungur í lœk. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Olía á pappír, málað árið 1953. Graves er lýriskt skáld, sem eigi að síður leggur mikla áherzlu á hin dekoratívu áhrif af verkum sínum. 64. Fugl á kletti. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). JACK LEVINE (fœddur 1915). Levine er fœddur í Boston en býr nú og starfar í New York. Hann ólst upp í fátœkrahverfi Bostonborgar, þar sem hann þróaði með sér ósleitilegan áhuga á eðli og persónuleika mannsins, kjörum hinna fátœku, lífinu á götum stórborgarinnar, sem mjög hafa einkennt verk hans. Takmark hans sem lista- manns er „að flytja hina miklu arfleifð, með öllu því, sem mikið er í henni, yfir í nútímann". 65. Legsteinasmiðurinn. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Málað árið 1947. Legsteinninn með Daviðsstjörnunni á bak við manninn, sem situr í þungum þönkum, gefur til kynna að hann sé hér að minnast hinna mörgu milljóna Gyðinga, sem hafa týnt lífinu í ofsóknum þessarar grimmúðlegu aldar, :em vér lifum á. LEE MULLICAN (fœddur árið 1919). Mullican er fœddur í Oklahoma, mitt úti á hinni miklu sléttu vesturfylkjanna. Þar hefur hann alið aldur sinn, og einnig á vestur- ströndinni, í San Francisco frá 1947 til 1952, en síðan í Los Angeles. 66. Fallbyssa drekans. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Myndin er máluð árið 1953. Mullican velur myndum sínum nafn, eftir að hann hefur lokið við þœr. Þessi samstilling og stefna litanna segir hann að hafi komið sér til þess að hugsa um mannveru, sem gœti „sprungið, urrað, dœst, gelt og sungið". Þetta reynir hann að gefa til kynna með nafngift sinni. AARON BOHROD (fœddur árið 1907). Bohrod á heima í Madison í ríkinu Wisconsin, þar sem hann starfar á vegum stjórnarinnar við kennslu í málaralist meðal bœnda- fólks í þessu mikla landbúnaðarhéraði. Hann er einnig leiðtogi þeirrar stefnu, sem nefnd hefur verið „trompe Toeil" og kom aftur fram á sjónarsviðið að heimsstyrjöld- inni lokinni. 67. Georgískt. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). í augum Bohrods er „trompe l'oeil'* ekki aðeins gleðin af hreinum sjónhverfingum. Hlutir þeir, sem hann málar, hafa ákveðna þýðingu og sameiginlega merkingu og anda, sem talar máli ímyndunaraflsins og hins innri huga málarans. CONSTANCE RICHARDSON (fœdd árið 1905). í listsköpun vorri hefur jafnan ríkt mikill áhugi og gleði yfir því, sem raunverulegt er í umhverfinu. Einn bezti fulltrúi þessara einkenna í nútímalist vorri er Constance Richardson. Stíll hennar er markaður svifléttum blce og víðu rúmi, sem að vissu leyti sker sig í œtt við verk þeirra Winslow Homers og Eakins, og verkar sem mótsögn við skœra liti og tví-víddarstíl þeirrar kynslóðar málara, sem á undan henni fór. Hún býr nú í Detroit. 68. Tröppurnar. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Myndin er máluð árið 1955. Viðfangsefni myndarinnar fann málarinn í borginni Duluth nálœgt strönd vatnanna miklu, þar sem kornið og olían og járngrýtið innan úr miðju landi er flutt til skipanna, sem fara með það 26


Málverkasýning

Höfundur
Ár
1959
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5

Tengja á þessa síðu: (28) Blaðsíða 26
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5/0/28

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.