loading/hleð
(29) Blaðsíða 27 (29) Blaðsíða 27
áfram eftir skipaskurðunum. Hér blandast saman áhrifin frá náttúrunni og áhrifin frá stór- iðnaðinum og skapa einskonar sameiginlegt landslag, sem er þrungið sterkum séreinkennum. 69. Eyðimörkin í Wyoming. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Myndin er máluð árið 1957. Túlkun listakonunnar á skraufþurru og skorpnuðu landslagi eyðimerkurinnar, sem er gœtt skerandi sterku Ijósi, er í skemmtilegri 'mótsögn við mistrað og safaríkt landslagið í kring um vötnin miklu. Náttúruöflin, sem eru að verki í eyðimörk vesturfylkjanna, starfa líkt og hinn uppáfinningasamasti myndhöggvari, sem skapar furðulegustu form. Það eru einmitt þau, og áhrifin frá þeim, sem hafa gripið hug listakonunnar. CHARLES CULVER (fœddur árið 1908). Culver málar fyrst og fremst með vatns- litum og með þeim hefur hann tileinkað sér stórbrotinn stíl og form. Dýrin, fuglarnir, skorkvikindin, steinarnir, þetta eru viðfangsefni hans og þau ummyndar hann í björt og viðfeldin form, þannig að þau líkjast einna helzt totem-súlum Indíána, án þess þó að tapa sinni eigin sjálfstœðu og lifandi tilveru. Cuiver er búsettur í Detroit. 70. Paddan. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Vatnslitir, myndin máluð árið 1948. HUGHIE LEE-SMITH (fœddur árið 1915). Lee-Smith er einn af yngri málurum Banda- ríkjanna, sem eru af kynstofni Negra. Hann býr í Detroit og myndir hans fjalla um einmanaleik borganna og fólksins, sem týnzt hefur og gleymzt í auðnum lífsins. 71. Einu sinni var hús. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). SARKIS SARKISIAN (fœddur árið 1909). Sarkisian er hreinn meistari í meðferð dimmra, hlýrra og glóandi lita. Samhljómar hans í dimmum bassatónum litastigans koma kannski einna bezt fram í uppstillingum hans. Hann býr nú í Detroit. 72. Rauðar flöskur. (Eigandi: Lawrence A Fleischman). Myndin er máluð árið 1952. ROBERT VICKREY (fœddur 1926). Vickrey er einnig einn af þeim, sem fylgir þeirri viðleitni að snúa baki við björtum og skœrum litum eldri málaranna og snúa sér að listtúlkun, sem byggist á víðu rúmi, djúpum tónum og framsetningu einstakra smá- atriða. Verk hans ber einnig keim af dulúð, sem er ríkur þáttur í list margra yngri málara. 73. I París. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). LOUISE JANSSON NOBILI (fœdd árið 1917). Louise Jansson er kona hins kunna teiknara Marco Nobili. Hún málar bœði með olíu- og vatnslitum, en þó aðallega vatnslitum. Skínandi bjartir litir, sem titra af lífi og fjöri, glöggt auga og ánœgjuleg tilfinning fyrir því, sem er að ske í umhverfinu, eru helztu einkenni þessa athyglis- verða og viðfelda málara. Hún starfar í Detroit, 74. „Hringekjur" í Mexíkó. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Myndin er máluð á árinu 1957. 27


Málverkasýning

Höfundur
Ár
1959
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5

Tengja á þessa síðu: (29) Blaðsíða 27
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5/0/29

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.