loading/hleð
(5) Blaðsíða 3 (5) Blaðsíða 3
INNGANGSORÐ Sýning þessi bregður upp svipmyndum af sögu amerískrar mynd- listar eins og hún birtist hjó níu kynslóðum listmólara. Elsta málverkið (nr. 1) var fullgert árið 1771 eða 1772, 4 eða 5 árum fyrir frelsisstríð Bandaríkjanna árið 1776. Hinn sjálfmenntaði snillingur, sem skapaði þetta listaverk, er sannur fulltrúi andlegs atgjörvis og atorku, eins og hún komst hœst meðal þeirrar kynslóðar nýlendubúanna, sem barðist fyrir sjálfstœði lands síns og gekk með sigur af hólmi. Síðustu málverkin í sýningunni eru frá árinu 1957, eftir málara, sem nú standa á miðjum listaferli sínum, mitt í hraða og hávaða þeirra tíma, sem vér nú lifum. Sýning þessi er að mestu leyti sett saman af verkum úr Listasafni Detroitborgar í Banda- ríkjunum, en hér eru einnig myndir, sem teknar hafa verið að láni úr merkilegu einkasafni í Detroit — borg, sem frœg er fyrir framleiðslu bifreiða, en sem einnig getur státað af ýmsum allmerkilegum menningar- stofnunum, eins og vera ber í nýtízkulegri miðstöð tœknilegra framfara. Málverkasafn þeirra hjónanna Lawrence A. Fleischmans og konu hans, er eitt merkilegasta einkasafn amerískra málverka, sem til er, og hefur þetta safn verið sýnt í 11 löndum Suður-Ameríku á vegum Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna og ýmissa listasafna í þessum löndum. Nú hafa þau hjónin leyft að þetta safn þeirra vœri aftur sent til sýninga í ýmsum löndum. Einnig eru hér nokkrar myndir úr einkasöfnum þeirra Mr. og Mrs. Arthur Fleischmans og Mr. og Mrs. William J. Poplacks. Árangurinn af þessari sambrœðslu, ef svo mœtti nefna, er þverskurður af merkustu tímaskeiðum og stefnum amerískrar myndlistarsögu, og gefa af henni sanna spegilmynd, að svo miklu leyti sem slíkt er mögulegt með sýningu 74 málverka. Sýning þessi spannar þannig yfir 185 ára tímabil listrœnnar sköp- unar í hinum Nýja heimi. Myndirnar í sýningunni eru einnig frá ólíkustu landshlutum Bandaríkjanna og mörgum borgum þeirra, sem hver um sig á sína sérstöðu í listsköpun þjóðarinnar í heild: Boston, New York og Fíladelfía á austurströnd landsins; Buffalo, Detroit og Chicago í mið- 3


Málverkasýning

Höfundur
Ár
1959
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 3
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.