loading/hleð
(6) Blaðsíða 4 (6) Blaðsíða 4
vesturhluta landsins kringum vötnin stóru; Seattle í Washingtonríki ó strönd Kyrrahafsins; Los Angeles og San Francisco, sem eru stœrstu borgir Kali- forníu, allar eiga þœr sína fulltrúa í þessari yfirlitssýningu. Hverjir eru þó þeir meginþrceðir, sem renna í gegnum þetta 185 óra tímabil bandarískrar listasögu? Hver eru helztu einkenni þeirra lista- verka, sem mólarar Bandaríkjanna hafa skapað í víðfeðmu og tilbreyt- ingamiklu rúmi tcepra tveggja alda? Ef hœgt er að finna slíka megin- þrœði, slík einkenni, sem koma fram aftur og aftur, þá œttu þau að geta sagt oss nokkuð um þann grundvöll, sem andlegt líf í landi voru byggist á. Án þess að vilja rœna áhorfandann þeirri áncegju að skapa sér eigið og sjálfstœtt álit á þeim verkum, sem hér eru sýnd, þá langar mig að nefna eitt eða tvö atriði, sem að sjálfsögðu byggjast aðeins á persónu- legu áliti mínu. Elsta verkið í sýningunni, en það er myndin af frú Morris eftir John Singleton Copley, ber vott um eindregin áhuga á og virðingu fyrir því raunscei, sem segja má að sé eitt aðaleinkenni þessarar sýningar. Hinir fjöldamörgu listmálarar, sem sameinast um þetta áhugamál, virðast vilja segja að hið hversdagslegasta, lítillátasta og algengasta meðal þess fólks og þeirra hluta, sem vér finnum í kringum oss dags daglega, feli í sér fegurð og mikilvcegi, ef það er aðeins skynjað með augum ástúðar og djúprar einlcegni. „Obrigðult einkenni vizkunnar", sagði Emerson, „er að sjá kraftaverkið í hinu hversdagslega. Hvað er dagurinn? Hvað er árið? Hvað er sumarið? Hvað er konan? Hvað er barnið? Hvað er svefn- inn? í blindni vorri virðast þessir hlutir áhrifslausir. Vér gerum oss upp cevintýri til þess eins að hylja nekt staðreyndarinnar. . . . En í augum þess vitra er staðreyndin sannur skáldskapur og hið fegursta œvintýri." Emerson talaði hér tvímcelalaust fyrir munn margra listmálara, sem í þessari sýningu lýsa fyrir áhorfandanum því yndi, sem þeir hafa af feg- urð og þýðingu þess, sem á sér stað í raunveruleikanum. Þessi eiginleiki kemur fyrst fram hjá Copley á 18. öld. Hann kemur einnig mjög skýrt fram hjá raunsceismönnum 19. aldarinnar, þeim Winslow Homer, Thomas Eakins og Thomas Anshutz. Hann kemur einnig fram, þótt á annan hátt sé, hjá sumum málurum þessarar aldar, eins og John Sloan, Burchfield og Hopper, hjá þeim Albright, Bohrod og Shahn og einnig hjá Richard- son og Vickrey. Auk hins mikla yndis, sem þeir hafa af því raunverulega, kemur 4


Málverkasýning

Höfundur
Ár
1959
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða 4
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.