loading/hleð
(9) Blaðsíða 7 (9) Blaðsíða 7
II. NÝ-KLASSÍKIN: UPPHAF LÝÐVELDISINS CHARLES WILLSON PEALE (1741—1827). Peale var leiðtogi dugmikillar fjölskyldu listamanna og vísindamanna, sem áttu mikinn þátt í því að gera Fíladelfíu að menn- ingarmiðstöð Hins unga lýðveldis, frá 1775 til 1825. Áhugi hans og hœfileikar virtust hér um bil jafn miklir á báðum sviðum. Sem listmálari skapaði hann amerískan, ný- klassískan stíl í málun mannamynda, og átti einnig mikið við tilraunir í málun lands- lagsmynda og uppstillinga; en sem vísindamaður stofnaði hann og starfrœkti fyrsta náttúrugripasafnið, sem nokkuð kvað að í Ameríku. 4. Skemmtiferðin. (Eigandi: Lawrence A. Fleischmen). Líklegast málað skömmu eftir 1790. Þetta er mjög óvenjuleg landslagsmynd, er sýnir afar viðkvcema tilfinningu fyrir áhrifum Ijóssins og sérkennum umhverfisins. Gott dœmi um hinn ókyrra og leitandi huga Peales, sem sífellt var að gera tilraunir með eitthvað nýstárlegt. JAMES PEALE (1749—1831). Hann var bróðir Charles Willson Peale, en var ólíkt rólyndari persónuleiki og ekki gœddur sömu œvintýraþránni og bróðir hans. James gerðist liðsforingi í her nýlendnanna og tók þátt í frelsisstríðinu, en undi síðan við rólegt og fremur tilbreytingalítið líf listamannsins. 5. Jane og James Peale, jr. (Eigandi: Lawrence A. Fleischman). Þessi mynd af tveimur börnum listamannsins, sem er máluð einhverntíman á áratugnum frá 1790 til 1800, ber viðkvcemni og látleysi hans gott vitni. WILLIAM DUNLAP (1766—1839). Dunlap átti sér langan og fjölbreyttan starfsferil, og það ekki aðeins sem listmálari heldur og sem leikritahöfundur og leikhússtjóri. A efri árum sínum skrifaði'hann tvœr langar, fremur skrafkenndar, skarpar og skemmti- legar bcekur, sem nefndust: „Saga leikhússins í Ameríku" og „Saga dráttlistarinnar". Báðar eru þessar bœkur mjög merkileg heimildarrit. 6. David Van Horne, majór. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Majór þessi var liðsforingi í her nýlendumanna í frelsisstríðinu, en þessi mynd af honum var sennilega máluð til þess að minn- ast þess hlutverks, sem hann gegndi í hinni miklu skrúðgöngu til heiðurs George Washington forseta, er hann var settur inn í embœtti sitt í New Yorkborg þann 30. apríl 1789. RAPHAELLE PEALE (1774—1825). Bróðursonur James Peale og sonur málarans Charles Willson Peale. Honum tókst ekki að ávinna sér hylli sem mannamyndamálari, sökum þess að hann gat ekki, eins og faðir hans komst að orði, gœtt myndir sínar þeim „virðuleik og geðfeldu áhrifum", sem fyrirsáturnar óskuðu eftir. Líf hans var fremur óhamingjusamt. En hlýleikinn í yfirlœtislausu, viðkvœmu og alúðlegu eðli hans fékk útrás í uppstillingum. Ásamt föðurbróður sínum, James, var hann upphafsmaður að nýrri stefnu í málun uppstillinga, sem hafði mikil áhrif á marga skemmtilega mál- ara í Fíladelfíu í heila öld. 7. Uppstilling: glas, diskur, brauð og ávextir. (Eigandi: Listasafnið í Detroit). Málað árið 1818. 7


Málverkasýning

Höfundur
Ár
1959
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/f2c0bc3e-4028-44f1-8f20-1ea36018eff5/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.