loading/hleð
(12) Blaðsíða 12 (12) Blaðsíða 12
Trúarskrefið sem þjóðkirkjustofnunin hefur nú ekki næga trú til að taka, tók Fríkirkjan í Reykjavík fyrir meira en hundrað árum. Það á ekki að refsa henni fyrir það eins og nú er gert. Það á ekki að úti- loka frjáls kristin trúfélög, mismuna þeim og láta sem þau séu ekki til. Slíkt er ókristilegt og stríðir gegn lýðræðis og jafnræðis vitund almennings. Tugir þúsunda íslendinga hafa lifað og starfað und- ir formerkjum Fríkirkjunnar og oft hafa miklar fórn- ir verið færðar. Fríkirkjan hefur á hundrað ára veg- ferð vissulega gengið í gegnum erfiða tíma og þolað ágjafir, nokkuð sem hefur síðan gefið dýrmæta reynslu. En slíkt er hlutskipti frumkvöðla og braut- ryðjenda og þeirra sem sætta sig ekki við að standa í stað heldur vilja ryðja brautina, þá braut sem aðrir eiga síðan eftir að feta við minni áreynslu. Framtíðar fyrirkomulag trúmála — nýir tímar! Hætt er við að ef Fríkirkjunni í Reykjavík verða ekki í framtíðinni tryggð eðlileg vaxtarskilyrði á jafn- ræðisgrundvelli að þá sé til lítils yfir höfuð að tala um frjálsa kirkju hér á landi. Þetta er ekki sagt vegna þess að Fríkirkjufólk sé eitthvað betra eða réttlátara en annað fólk. Þetta er sagt vegna þess að fríkirkja end- urspeglar best starfsemi heilags anda í heiminum í dag. Fríkirkja er einnig það lýðræðisfyrirkomulag sem endurspeglar best þær trúarlegu hræringar sem eiga sér stað í íslensku samfélagi. Flest allt í veröldinni er breytingum háð, heims- veldi og stofnanir líða undir lok, form og umgjörðir breytast. Aðeins orð Guðs stendur stöðugt að eilífu. Heilög ritning kennir okkur að leita fram á við í djörfung! Ekki aftur á bak, í óöryggi og ótta. Jesús Kristur gefur okkur framtíðar sýn, lifandi von um þá hluti sem ekki er auðið að sjá! Kristur segir: Sjá ég geri alla hluti nýja! Heilagar ritningar vitna ekki um ládeyðu og form- festu eða viðhald ríkjandi stofnanna og hið óbreytan- lega. Þær vitna einmitt um hið gagnstæða; orku, upp- götvun nýrra sanninda, hreyfanleika, skapandi spen- nu, og líf sem felur í sér vöxt, þroska og spennandi nýsköpun. Það er trú mín að nú við upphaf nýrrar aldar geti Fríkirkjusöfnuðurinn horft björtum augum fram á við. Sem kristið fólk megum við vænta þess að Guð hafi fýrirætlanir í hyggju, fyrirætlanir til góðs á veg- ferð okkar til móts við nýja og spennandi tíma. Leiklistin og Fríkirkjan r Kvenfrelsiskonan Olafía Guðrún Ásmundsdóttir leikkona lætur ekki deigan síga þegar hún ætlar sér eitthvað. Hún heillaðist af kjarnakonunni Ólafíu Jó- hannsdóttur sem Norðmenn kölluðu MóðurTeresu norðursins og ákvað að setja upp óvanalegt leikrit þar sem sögð væri saga hennar. Leikritið var ekki sýnt á hefðbundinn hátt í leikhúsi, heldur var um- hverfi Ólafíu, miðbærinn, Fríkirkjan og Iðnó leik- myndin. Ólafía Jóhannsdóttir fæddist á Mosfelli í Mosfells- sveit í októbermánuði árið 1863. Hún var dóttir þeirra Ragnheiðar Sveinsdóttur.sem var systir Bene- dikts Sveinssonar alþingismanns og séra Jóhanns Knúts Benediktssonar. Ólafía ólst þó mestmegnis upp hjá móðursystur sinni, Þorbjörgu Sveinsdóttur, en einnig hjá Ólafi Stephensen, dómsmálaritara íVið- ey og Sigríði Þórðardóttur konu hans. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sögulegum leik- ritum og ekki síst þegar um er að ræða konur eins og eldhugann Ólafíu,“ segir Guðrún þar sem við sitj- um í vinalegu húsi hennar vestast íVesturbænum og spjöllum um heima og geima á milli þess sem Guð- rún svarar í símann og skipuleggur ýmis konar upp- ákomur með viðmælendum sínum. „Þessi kona vann svo stórkostlegt starf en þó svo hljóðlega að unun er um að hugsa og ég gat ekki lát- ið vera að gera minningu hennar skil,“ heldur Guð- rún áfram. „Ég skrifaði leikritið og velti því svo lengi fýrir mér hvar ætti að setja það upp. Svo einhverju sinni kom þessi frábæra hugmynd, að setja leikritið upp í Fríkirkjunni og Iðnó, þar sem þessir staðir voru orðnir til á dögum Ólafíu og hluti af hennar umhverfi. Ég bað um leyfi til þess að nota Fríkirkjuna og það var auðfengið og við sýndum þar fýrir fullu húsi nokkrum sinnum en urðum að hætta sýningum þá vegna fjárskorts." Stórvirki í krafti trúar Ólafía lét sér fátt fyrir brjósti brenna og vann öt- ullega hér á Islandi, á sviðum menntamála, heilbrigð- ismála, jafnréttismála og stjórnmála. Hún varð fyrst íslenskra stúlkna til að Ijúka 4. bekkjarprófi frá Lat- ínuskólanum, þó svo að henni hafi verið neitað um að sitja kennslustundir sökum kynferðis. Hugur hennar stefndi til frekara náms en vegna hindrana ákvað hún að feta aðra leið og berjast fyrir þeim sem minna máttu sín og gilti einu hvort það voru námsmöguleikar stúlkna, réttindi kvenna eða líf og heilsa drykkjumanna og fátækra. Hún barðist alla ævi fyrir bindindismálum hér á landi og erlendis og sótti þau fast. Á árunum milli 1903 og 1920 dvaldist Ólafía í Noregi þar sem hún vann stórvirki í krafti trúar sinnar meðal hinna aumustu í fátækrahverfi Ósló- borgar. Norðmenn hafa heiðrað hana með því að reisa minnisvarða sem stendur í miðri Ósló, nánar tiltekið við Brugatan. Þar gefur að líta brjóstmynd af Ólafíu í íslenskum peysufötum og með skotthúfu, en undir myndinni er letrað: „Ólafía Jóhannsdóttir. Fædd á íslandi 1863 (f. 1863 - d. 1924.) De ulykkelig- es ven (Vinur hinna ógæfusömu)" Amma Ólaflu og Einars Benediktssonar, Kristín Jónsdóttir frá Skrauthólum var unglingnum mikið skjól: „Hún amma var svo fróðleiksfús, og fékk loks að læra að lesa og skrifa á eldri árum við hjálp barnabarnanna.“ „Ég er komin með vatnið." Ólafia útskýrði fýrir vinnu- konunum að þær ættu að koma á fundi. „Við skulum lækna í köllunum brennivínsþorstann!" Hún var orðin mjög trúuð þegar hér var komið sögu og varð fljótt þekkt í Osló fyrir umönnunar- störf sín gagnvart götustúlkum og öðrum. Heimili hennar var öllum opið og ef ekki vildi betur til, bauð hún fram eigið rúm. Edda Björgvinsdóttir fór með aðalhlutverkið í leikritinu í Fríkirkjunni og Þröstur Leo Gunnarsson fór með hlutverk Einars Benediktssonar. ÓlafJa með vini sínum lögreglumanninum Helge. „Það er þetta með vonina Helge. Það er ekkert sem jafnast á við að sjá örmagna sál teygja hendur sínar mót skínandi voninni." Nú hefur Guðrún hafið söguferðir á slóðir Ólafíu og fleiri og allar upplýsingar um þær er að finna á www.storytrips.com. Þarna er frábært tækifæri til að skoða sögu okk- ar í öðru samhengi og á annan máta en hefðbundið er og víst er að áhrifamikill leikur verður enn betri í umhverfi þeirra sem sagt er frá. Vigdís Stefánsdóttir. 12 Fríkirkjan í Reykjavík


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 12
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.